Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 50

Æskan - 01.04.1991, Blaðsíða 50
Nanna Kolbrún Sigurðardóttir félagsmálaráðgjafi Flasa eða hvað? Hjálpl Ég er 14 ára og meö fer- lega mlkla flösu! Ég fer í bað á tveggja daga fresti og stundum jafnvel tvisvar á dag. Ég reyni að hætta að klóra mér í hausnum en finnst það hafa lítil áhrif. Ég hef líka reynt að greiða flösuna úr hárinu en þá er svo mikil hætta á því að tennurnar í greiðunni rífi upp dauða skinnið. Greiðu- aðferðin er líka til þess að krakkarnir í skólanum sjái ekki flösuna því að þá fara þeir að gera grín að mér. Hvað get ég gert? Hvað lestu úr lélegu skriftinni minni? Nafnlaus með ofurflösu. Svar: Þetta getur verið mjög hvim- leitt vandamál og sumum finnst fólk með flösu fráhrindandi. Vegna þess að þú minnist á kláða í höfðinu er ég ekki alveg viss um að þetta sé flasa. Þú þarft að fá úr því skorið. Talaðu við hárgreiðslukonu um þetta vandamál og fáðu álit hennar á því hvort þetta sé flasa eða einhver annar húð- kvilli sem þú þarft þá ef til vill að leita með til læknis. Skriftin á þessu bréfi fannst mér bera vott um öryggisleysi og einhvern leiða. Þegar til kemur held ég að skriftin verði góð. Það er viss „stíll" yfir henni. Ástarsorg og geðvonska Hæ, hæ kæri Æskuvandi! Vandamál mitt er kannski ekkert merkilegt í ykkar augum en mér líður mjög illa út af því. Þannig er mál með vexti að ég er rosalega hrifin af strák sem við skulum kalla B. Um daginn fór ég ásamt vinkonu minni (sem ég kalla bara Q) og honum í bíó. Eftir það fórum við heim til hans og við fórum öll í „Sannleikann eða kantór". Þegar röðin var komin að mér að spyrja, spurði ég Q hverjum hún væri hrifin af og hún sagð- ist vera hrifin af B. Q spurði síðan B (þau völdu bæði sannleikann) hverri hann væri hrifinn af og hann sagðist vera hrifinn af Q og eftir þetta byrjuðu þau að vera saman. En eft- ir sat ég sár. Um kvöldið vaknaði ég við það (við sváfum öll saman) að þau voru að kyssast og þannig (samt ekkert meira en það). Ég fór óvart (án þess að vita af því) að gráta. Kannski finnst ykkur ég algjör aumingi en svona er ég! Eftir þetta hef ég verið í frekar fúlu skapi heima og látið það bitna á foreldrum og systkinum. En Q var hrædd um að ég væri sár og fór aö 54 Æskan skammast sín. Ég laug að henni að ég væri ekki leng- ur hrifin af honum því að hún er albesta vinkona mín og ég vil ekki særa hana. Ég hef reynt að horfa á aðra sæta skráka en eng- inn stenst samanburð við B. Mig langar til að gleyma honum svo að ég geti aftur orðið eðlileg og tekið þátt í fjörugum umræðum vin- kvenna minna (sem snúast finnst mér of mikið um stráka). En svona í lokin: Hvað lestu úr skriftinni? Hvað er ég gömul? Með kveðju Ein rugluð. hluti. Það getur verið á ýmsa vegu. Til dæmis að keppa ekki um sama strákinn/stelpuna og láta hann/hana lönd og leið ef tveir vinir eða vinkonur eru hrifnar af þeim sama. Einnig geta báðir aðiljar keppt á sama grunni en gert með sér sam- komulag um vináttuna, að hún haldi hvor þeirra sem hlýtur hnossið. Vináttan á þessum aldri er yfirleitt dýrmætari og lífsseigari en ástarsambönd. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um hana. Alla þessa hluti geta góðir vinir og vinkonur rætt sín á milli í ró og næði. Vert er aó hafa í huga að samningar á milli vina eru líka oft þannig að nauðsyn- legt er aó endurskoóa þá vió og við með breytingar í huga. Svar: Af bréfi þínu að dæma eru öll vióbrögö þín mjög eðlileg. Auðvitað verður þú bæði leið og fúl þegar strákurinn, sem þú ert skotin í, er skotinn í bestu vinkonu þinni og hún í honum. Ég tel aó þú hafir brugðist skynsamlega við í samskiptum þínum við vinkonu þína. Þessi staða er alltaf erfið. Sumar vinkonur og vinir gera með sér samkomulag um slíka Skriftin er afar þokkaleg og trúlega ert þú nokkuð ákveðin þegar þér líður vel. Þú átt eftir aó jafna þig á þessu og verða aftur glöð og kát. Haltu áfram að bregðast skynsamlega við og reyndu að tala jákvætt við sjálfa þig. Hættu aö nota orð eins og aumingi þegar þú lýsir við- brögðum þínum. Það er ekki aumingjaskapur að búa yfir til- finningum. Það er hluti af því að vera eðlileg manneskja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.