Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1991, Síða 22

Æskan - 01.10.1991, Síða 22
Pví gleyrni ég aldrei \ r Ingu eftir Pétursdói “1 13 ára. Ég sit í svefnherberginu mínu 12. nóvmber árið 2015 og rifja upp gaml- ar minningar. Ég er að skrifa með rit- vél sem ég geymdi síðan í gagnfræði- skóla því að ritvélar fást helst ekki nú orðið, allt komið á tölvur. Hér kemur ein minning síðan árið 1990 þegar ég var 13 ára. Þann 12. nóvember vaknaði ég eins og vnjulega klukkan tíu mínútur yfir sjö til að fara í skólann. Ég borðaði morgunmat og burstaði tennurnar. Skólanum lýkur klukkan þrjú svo að það er langur dagur fram undan. Þegar skólanum lauk fór ég niður í bæ og keypti mér brjóstsykursstöng, settist á bekk og horfði beint inn í búðarglugga. Maður settist við hlið- ina á mér og spurði: Are you Inga? Mér brá. Ég leit á límmiðann sem fylgdi með brjóstsykrinum. Jú, þetta líktist manninum sem settist við hliðina á mér. „Ert þú Indiana Jones," spurði ég forvitin. (Ég þýði allt sem við sögðum á ensku yfir á íslensku) „Já, það er ég í eigin persónu og nú ætla ég að fara með þig til Afríku." Aður en ég náði að depla augun- um var ég komin inn í frumskóg. „O, nei, ég gleymdi skólatösk- unni," sagði ég við Jones. „Það er allt í lagi því að meðan þú ert hér líður tíminn ekki í þínum heimi. En nú ætla ég að útslcýra fyr- ir þér af hverju þú ert hérna. Aðeins fimm kílómetra í burtu býr vond gldranorn. Hún á gamla krukku. Utan á henni stendur: Lyf gegn meng- un. Þú ert sú eina sem getur sótt hana, farið með hana til þinna lieima og tekið lokið af krukkunni þar." „En af hverju ég?" spurði ég því að aldrei á ævi minni hafði nokkur þurft nauðsynlega á mér að halda. „Þú ert frá heiminum þar sem mikil þörf er fyrir þetta lyf." Við gengum upp stóra brekku og í gegnum víðáttumikinn skóg þang- að til við komum að stórum helli. „Hér ferð þú inn og gengur beint áfram. Mundu að þú mátt ekki fara út úr hellinum því að þá muntu týna lífinu." Ég gekk inn mjög hrædd. Það liðu um það bil fimm mínútur þangað til ég þorði að halda áfram. Ég kom að stórri brú og fyrir fram- an hana stóð hundur, svartur hund- ur. Hann sagði hátt og skýrt: „Þú færð ekki að fara fram hjá mér nema að fara með lagstúf. Og byrj- aðu nú!" Ég hugsaði mig um og söng svo: „Hann var útsmoginn og snar, eng- inn vissi hver hann var - Jón Spæjó." Hundurinn hleypti mér fram hjá sér. Ég gelck þangað til ég kom að stórum steini. „Góðan daginn," sagði hann. „Þú færð ekki að komast fram hjá mér, fyrr en þú hefur leyst þraut." „En hvernig ætlar þú að stöðva mig? Ég get bæði farið fram hjá þér og klifrað yfir þig," sagði ég. Þá sagði steinninn. „Ætli ég hafi ekki ráð við því. Upp mínir menn!" Steinamir í kringum mig byrjuðu 2 2 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.