Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 26
Hvab
gerbir þú í sumar?
skeib. Svo vorum við strákarnir
stundum a& dorga niöur við
höfn. Einn daginn var mokafli
hjá okkur; við fengum 20-30
fiska. Þetta eru aðallega smáseibi
sem veiðast hérna. Nei, ég fór
ekkert á skak í sumar. Þegar afi
minn var eitt sinn trillukarl fór
ég oft meb honum í róðra. Við
veiddum helst í nágrenni Papeyj-
ar og fengum marga þorska og
Krakkará
landsbyggöinni svara
Elín Elísabet meö Hugrúnu Heibu, systur
sinni, en hún fékkst alls ekki til oð horfa
framan í myndavélina
Elín Elísabet
Hreggvibsdóttir 10 ára,
Höfn í Hornafirbi:
Eg var að passa systur mína,
Hugrúnu Heiðu, í allt sumar. Það
gekk vel því að hún var oftast
mjög þæg við mig. Ég fékk 5000
krónur í kaup á mánuði og lagði
það mestallt inn á bankabók. Ég
er ekki enn búin að ákveða í
hvað ég eyði því.
Ég fór oft í útreiðartúra. Ég á
helming í hesti á móti mömmu
og pabba. Hann heitir Muggur
og er bæði fallegur og góbur.
Auk þess að hafa áhuga á hesta-
mennsku þykir mér gaman að
synda og passa börn.
Ég hef átt heima á Höfn frá
því að ég var tveggja ára og lík-
ar það mjög vel. Bestu vinkon-
ur mínar heita Þorbjörg og Rakel.
Ég á tvö yngri systkini, Önnu
Lilju 8 ára og svo Hugrúnu
Heiðu.
Ég býst ekki vib að ég búi á
Höfn í framtíðinni. Mig langar
miklu frekar að eiga heima á Pat-
reksfirði. Ég veit ekki af hverju.
Bara!
Gunnar Sigurbsson 12 ára,
Djúpavogi:
Af öllu því sem ég gerði í sumar
stendur aðeins eitt upp úr: Sigl-
ing með flutningaskipinu Hvíta-
nesi til Portúgals, Spánar og
Frakklands. Ég var mánub í túrn-
um. Frændi minn, skipstjórinn á
skipinu, baub mér með. Ég var
dálítið sjóveikur fyrstu dagana
en það rjátlaðist fljótt af mér. Ég
hafði aldrei áður komið til út-
landa. Af þessum þrem löndum,
sem vib sigldum til, fannst mér
skemmtilegast að koma til Portú-
gals. Við stönsuðum þar í fjóra
daga og lágum á ströndinni
helming tímans. Ég gæti vel
hugsað mér að fara í aðra slíka
siglingu síðar.
Hérna á Djúpavogi hafbi ég
nóg fyrir stafni í sumar eins og
aðrir krakkar á mínu reki. Ég fór
oft í sund og sótti sundnám-
G unnar á fáki
sínum ufsa. Svo fór ég líka oft með
honum að veiða lunda í eynni.
Mér þykir sá fugl herramanns-
matur!
Unglingar, 12 ára og eldri,
eiga nokkuð gott með að fá
vinnu á Djúpavogi á sumrin.
Margir 15 og 16 ára krakkar gera
að fiskinum sem togarinn Sunnu-
tindur kemur með að landi. Yngri
krakkar starfa stundum í frysti-
húsinu. - í framtíðinni get ég vel
hugsab mér að ráða mig á togar-
ann. Mig langar þó ekki til ab
verða skipstjóri eða stýrimaður
heldur aðeins venjulegur háseti.
Eygló Svava
Kristjánsdóttir 14 ára,
Vestmannaeyjum:
Ég vann ífiski hjá Hraðinu (Hrað-
frystistöðinni) í sumarfrá kl. 7 til
5 alla virka daga - og fékk 209
krónur á tímann. Þab var dálítið
erfitt að þurfa að vakna svona
snemma en þab hafðist með
hörkunni. Það var frekar auðvelt
fyrir minn aldurshóp að fá vinnu
2 6 Æ S K A N
ífiskvinnslustöðvunum. Vib átt-
um ekki kost á því að fara í ung-
lingavinnuna; vorum orðin of
gömul fyrir hana.
í ágúst fór ég til Benidormar á
Spáni með mömmu og pabba
og þá kom sér vel að hafa unn-
ið mikiö í sumar. Ég notabi kaup-
ib mitt til að kaupa gjaldeyri. Það
var mjög gaman í ferðinni.
Ég æfbi knattspyrnu með 3.
flokki Týs og lék í framlínunni.
Vib fórum stundum upp á land
til að keppa. Stelpurnar í Eyjum
hafa ekki síður áhuga á fótbolta
en strákarnir. Við erum meb
miklu betra kvennalið en t.d.
Þórarar. Þær steinliggja alltaf fyr-
ir okkur.
Ég get nefnt það til gamans í
lokin að ég fór svo að segja dag-
lega í sumar í gönguferð með
tíkina Tinnu sem frænka mín á.
(Þib sjáið hana á myndinni!) Hún
Eygló Svava og tíkin Tinna
þarf ab hreyfa sig mikið, greyið.
Ég átti eitt sinn hund en hann
veiktist og það þurfti því að
svæfa hann. Þab var mikil sorg
að missa hann. Ég get ekki hugs-
að mér ab eignast annan hund
og verba fyrir sömu reynslu aftur.
Marteinn Tryggvi
Sigurólason 13 ára,
Akureyri:
Ég bar út Morgunblaðið í einn
og hálfan mánuð. Þetta voru 45
blöð alla daga nema sunnudaga
en þá urbu þau 50. Ég fékk um
8000 krónur fyrir mánubinn
þegar upp var staðið. Ég bar út
í tveim áföngum til ab blaðburð-
arpokarniryröu ekki mjög þung-
Marteinn Tryggvi
ir. Ég er núna hættur í þessu starfi
því að útburðartíminn rekst á
stundatöfluna mína í skólanum.
Ég gekk í skátahreyfinguna í
sumar og fór í útilegur meb
deildinni minni, Haförnum. Það
er gaman að starfa með skátun-
um. Farið er í útilegur, a.m.k.
einu sinni í mánuði á sumrin. Þá
er farið í ýmsa leiki, t.d. ratleiki
og þrautakeppni, og svo eru
haldnar skemmtilegar kvöldvök-
ur. Vib erum svona 11 -15 í Haf-
örnum. Skátar tíu ára og yngri
eru í sér flokki.
Aðaláhugamál mitt er að setja
saman lítil plastmódel en því
miður gengur það oftast illa hjá
mér. Ég hef verið að setja sam-
an orrustuflugvélar og flugmóð-
urskip en sjaldan getað lokið
verkinu. Það er nefnilega erfitt
að koma þessu saman. Svo hafa
smákrakkar stundum verið ab
skemma módelsmíðarnar fyrir
mér. Kannski ég snúi mér að ein-
hverjum nýjum áhugamálum í
vetur.
gengur laust
nefnist ný unglingabók eftir Hrafnhildi Val-
garðsdóttur - höfund verðlaunasögunnar
Leðurjakkar og spariskór - og framhalds
hennar, Unglingar í frumskógi. Hrafnhildur
hefur einnig samið hinar vinsælu barnabækur,
Kóngar í ríki sínu - og Kóngar í ríki sínu og
prinsessan Petra.
í 10. tbl. Æskunnar verður birtur kafli úr
bókinni. En hér er rétt að gefa dálitla hugmynd
um efni hennar:
Kvikmynd verður tekin í þorpinu! Þar
sem áður ríkti friðsæld er nú allt í uppnámi.
Alla langar til að taka þátt í ævintýrinu. Líka
félagana Gústa, Jónas og Þröst sem voru að
ljúlca 10. beklc. En eitthvað dularfullt er á
seyði. „Nornin" kallar Grjóna til sín:
„Sérðu þetta," sagði hún hvasst og benti
á spilin á borðinu. „Líttu inn í lcúluna,
skoðaðu stöðu spilanna, sjáðu hvað þú
orsakar með lcomu þinni hingað, þú
hroðalega dýr."
Rós, sem er fimmtán ára, á að leika aðal-
hlutverk. Gústi verður heillaður af henni:
„Hann fann hvernig hjartað barðist um,
hvernig það tróð sér upp í hálsinn á honum,
fann hvað hann eldroðnaði og varð allur
sveittur. Og þegar hann var lcominn alveg
að Rós höfðu hnén á honum breyst í
bómull."
Rætist spádómur nornarinnarl Koma álfar
í veg fyrir töku myndarinnari Hvaða vera er
á ferlii Er eitraó fyrir dýr - og menni
Spurningunum er svarað í spennandi frásögn
í bráðskemmtilegri bók.
Æ S K A N 2 7