Æskan - 01.10.1991, Page 37
Mörg íslensk skeldýr bera
falleg og jafnvel skáldleg
nöfn. Það á ekki síst viö um
gömul heiti. Eitt þeirra er
hörpudiskur. Þiö hafiö
kannski heyrt hann nefndan
í fréttum þvf aö hann er
veiddur sums staðar hér viö
land enda verömæt útflutn-
ingsvara.
Hörpudiskur telst til diska-
ættar en hún er fjölskrúðug
og lifir bæöi á köldum og
hlýjum hafsvæöum. Diskar
hafa kringlulaga skeljar og er
útvöxtur á þeim fremst, líkt
og „eyru." Önnur skelin er
oftast flatari en hin. Flestar
tegundirnar hafa 20-40
augu á jöörum skeljanna,
svokölluðum möttulfaldi.
Þau eru aö vísu ekki merki-
leg miöaö við augu æðri
dýra en geta þó greint mun
birtu og myrkurs.
Hæfni diska til aö hreyfa
sig úr stað er eftirtektarverð.
Þá draga þeir saman
vöðvana sem loka skeljunum
svo að sjór þrýstist út úr hol-
inu með talsverðum krafti
og dýrin færast nokkurn
spöl. Þess eru dæmi að
hörpudiskar sem geymdir
eru í sjókeri á þilfari skips,
taki sig til og skelli saman
skeljunum og „hoppi"
þannig útbyrðis. Borðstokk-
urinn má þá ekki vera mjög
hár!
Diskar halda sig ýmist á
grunnsævi eða f dýpri sjó;
sumir lifa frjálsu sundlífi aðrir
festa sig við ýmsa hluti neð-
ansjávar. Kynin eru aðskilin
og eggin frjóvgast í sjónum.
Vitað er um a.m.k. 1 2 teg-
undir diska við ísland og er
hörpudiskur stærstur, 11-12
sm á lengd. Skeljar hans eru
álíka stórar og þykkar, frem-
ur flatar í fyrstu en verða síð-
ar kúptari. Geislar eða rif
ganga út frá nefi skeljarinnar
nokkuð mismunandi að
gerð, og mynstrið dofnar oft
með aldrinum. Liturinn er
rauðleitur eða rósrauður,
stundum mógrár. Hörpu-
diskur má heita algengur
kringum landið nema við
suðurströndina.
Af öðrum tegundum sem
lifa hér, má nefna glitdisk,
kringludisk, flekkudisk og
rákadisk. Þeir hafa ekki fund-
ist lifandi nema á örfáum
stöðum en tómar skeljar
hafa sést víðar.
Skyldur hörpudiski er risa-
diskur, nokkru stærri og hef-
ur ekki fundist við ísland svo
vitað sé. Skeljarnar á honum
eru misstórar og mætast
ekki á jöðrunum. Auk þess er
önnur þeirra kúpt en hin
flöt. Liturinn er einnig ólfkur.
Stærri skelin er hvít með
bleikum og Ijósgulum blæ
en sú minni brún meö dökk-
rauðum gárum. Risadiskur er
víða í sjónum við Bret-
landseyjar og skel hans er
þar sums staðar notuð sem
drykkjarflát.
Æ S K A N 4 1