Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 46

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 46
eftir Karl Helgason Æskan hefur gefið út söguna, Svalur og svell- kaldur, eftir Karl Helgason ritstjóra. Þetta er önn- ur bók hans. í fyrra kom út hjá Vöku-Helgafelli sagan, I pokahorninu, en fyrir hana fékk höfundur íslensku barnabókaverðlaunin 1990. ívar er á þrettánda ári. Hann hef- ur hlaupið út eftir rifrildi foreldra sinna því að reiði þeirra beindist að honum. Hann ákveður að hefna sín. Á vegi hans verða þau sem hann síst vill særa, Rósa Ýr og Sigurður. Því næst nokkrir illa þokkaðir strákar sem hafa með sér leynifé- lag. Það nefnist Svalir og svellkald- ir. Hann slæst í hóp með þeim ... Við birtum hér hluta úr 6. kafla. Tóta frænka ívars er komin í heim- sókn úr Reykjavík. Hún spyr: - Af hverju ertu svona daufur? Eg meina að þú ert ekki alveg eins og þú hefur verið. Þú varst fjör- ugri ... - Maður getur ekki alltaf verið eins. Ég er bara dálítið eftir mig. - Já, auðvitað. Fyrirgefðu. Ég er stundum of fljót á mér. Það er satt hjá mömmu, ég tala of mikið. En við hverju er að búast? Hún þagnar sjaldan sjálf! Ég hefði átt að bland- ast betur. Pabbi þegir stundum all- an daginn. Heima, á ég við. Kannski af því að hann kemst ekki að. Hún hlær stórkarlalega. - Mamma getur orðið öskuvond yfir því. Þá segist hann bara verða að hugsa svo ofsalega mikið, fyrir þau bæði - því að hún megi ekki vera að því að hugsa í orðaflóðinu. Hún tali alltaf fyrir þau tvö og jafn- vel fleiri en þau! Finnst þér það ekki gott hjá honum? - Jú, segir hann og er nærri far- inn að brosa. - Heyrðu! Á hvaða poppara hef- ur þú mest dálæti? - Dá.. hvað. Veistu, Tóta, ég er hættur að skilja þig ... - Heldurðu mest upp á? - Ég veit það ekki. Hugsa ekki mikið um það. - Ég er alveg ofsalega hrifin af El- vis. Hann er æði. Ég fæ sko gæsa- húð þegar ég hlusta á hann. Finnst þér hann eklci æðislega stórkost- lega mergjaður? - Ég veit ekki einu sinni hver það er. Elvis ... hvað? - Presley, maður. Ertu alveg úti að aka? - Er hann ekki dauður? - Talaðu ekki svona. Maður seg- ir þetta ekki um fólk. Jú, hann er látinn. Langt fyrir aldur fram. Það er alveg auðsætt að Tóta hef- ur þroskast hratt að undanförnu. Ekki bara líkamlega. Hún er farin að tala eins og fullorðnir, stundum eins og gömul kona. Háalvarleg. Það er naumast að hún dáir þennan mann. Hann verður að vara sig á því að skella ekki upp úr. - Ég er alveg dáleidd af honum. Sjáðu! Ég fæ gæsahúð bara af því að tala um hann. Hún réttir handlegginn í átt til hans. Það er satt. Hún er með gæsa- húð. Þetta er merkilegt! Stórfurðu- legt. Hún lolcar augunum, dregur djúpt andann, setur í herðar og hristir sig. - Oooo. Ég sé hann fyrir mér. Og heyri! Alveg magnað!! Honum þykir þetta með ólíkind- um. - Heyrðu, annars. Þú sagðir að ég væri feit. Er ég það nokkuð? - Ha, nei, segir hann. Þú varst bara dálítið mjó. Þú ert náttúrlega ekki feit, bara meiri... sums staðar. Hann getur ekki að því gert að roðna. Enn hlær hún. - Það er nú ekkert að því að stækka „sums staðar" þegar maður eldist, stelpur, meina ég. - Ha, nei, nei, segir hann og kær- ir sig ekki um að ræða það frekar. - Verst að þá fara strákar að glápa og taka eftir manni bara vegna þess. Mér finnst það ekkert sniðugt. Það er alltaf verið að hugsa um að „vera með". Bara til þess að „vera með" einhverjum. Þó að krakkar séu ekk- ert skotnir. Mér finnst það bjána- 5 0 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.