Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 47

Æskan - 01.10.1991, Qupperneq 47
legt. Samt er ég með strák. En þú? - Nei, ég er ekki með strák. - Hah! Þú ert að skána! Auðvit- að meina ég með stelpu! Ha? - Nei. - Alveg rétt hjá þér. Eru krakk- ar hérna kannski ekki eins mikið að hugsa um þetta? - Ég veit það ekki, segir hann. Ég hugsa að minnsta kosti ekki þannig. - Ég er ekki með strák í alvöru. Ég læst bara. Við gerðum samning. Við segjum að við séum saman og höfum farið í bíó og út að ganga tvö ein. En það er bara til að geta sagt að við séum saman. Til að vera eins og hinir. Hann fær ekki einu sinni að kyssa mig. Honum þykir þetta ekkert skemmtilegt umræðuefni. Samt finnst honum þetta snjallt hjá henni og segir það. - Já, er það ekki? Ég get stund- um verið snjöll! Ég er ekki bara kjaftaskur! Ég er ekki skotin í neinum strák. Kannski af því að ég er svona svaka- lega hrifin af Elvis. - Kannski! - Þó að hann sé dau.. dáinn. - Þú ert að líkjast sjálfum þér aft- ur, segir hún. Þú hefur alltaf verið dálítið stríðinn. En það get ég líka verið. í hvaða stelpu ert þú skot- inn? - Engri, segir hann. Alls, alls engri. - Jú, karhnn! Fyrst þú segir svona og roðnar er ekkert að marka þig. Hann veitir fyrir sér hvernig hann geti sannfært hana eða breytt um umræðuefni. Rósa Ýr hefur komið upp í hugann. Er það sönn- un þess að hann sé skotinn í henni? Eða bara af því að strákarnir spurðu hann þessa sama? Rósa Ýr - fjósa- kýr. Af hverju hafði hann sagt þetta? Af hverju? Hann þurfti auðvitað eltki að spyrja þess. „Þú verður glæpamað- ur." „Varð það að áhrínsorðum." Allt rifjast upp í einu vetfangi. Köldum svita slær út um hann. - ívar - heyrirðu el<lá í mér? Hver er það? Það syngur fyrir eyrum hans. „Hver er það?? Hver er það???" Hann lítur æðislegum augum á frænku sína. Hrópar: - Er það? Er það? Alls engin! Fjandinn hafi það, engin - engiiin! Hún starir á hann galopnum aug- um. Opinmynnt. - Ivar! Tóta! Við erum komnar! Eruð þið með fram í dal? Við ætlum að ganga upp í fjall. Það er ljómandi gott veður. Engin leið að hanga inni! Komið þið. Drífið ykkur! Við ætlum strax. Hann verður vitlaus af að hafa allar þessar kerlingar yfir sér. Best að vera heima. í friði. Friði? Einn með hugsunum sínum. Þessum líka hugsunum! - ívar, láttu ekki svona, ... fyrir- gefðu, ég gleymi mér alltaf. Komdu! - Krakkaaar! Við erum búnar að taka til nesti. Komiðiiii! - Við komum! kallar Tóta. - Ég fer ekkert, segir hann vonskulega. - Gerðu það! Ég skal hætta að stríða ... - Alveg sama ... Hún skilur ekkert. Þarf ekki að leggja á sig að reyna að skilja. Ekki biður hann hana um það. Ekki skal hann segja henni neitt. - Komið þið nú! Hvað er að eig- inlega að ykkur? Þura er komin til þeirra. Tóta stendur upp. Tvístígur. - ívar minn! Þura tekur í hendur hans, togar hann til sín. Hann gefst upp. Ann- að yrði of flókið. Útskýringar. Ný lygi. Löng bið í einveru með enda- lausum heilabrotum. Þura kjaftar sjálfsagt alla leiðina. Hann hugsar kannski ekki á meðan. Æ S K A N S 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.