Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1991, Page 51

Æskan - 01.10.1991, Page 51
Mér fínnst ég vil... „Unglinga- eba foreldravandamál"? Kæra Æska! Mig langar til aö skrifa aöeins um þetta svokallaöa „ungiingavandamái". Mér finnst blööin og fulloröiö fólk búa þetta vandamál til. Þegar unglingur eöa klíka, sem eru oftast 4-6 í hópi, brýtur rúöu eöa skemmir skilti eru allir ungling- ar stimplaöir „vandamál". Þetta er mjög óréttlátt. Hvaö meö unglingana úti á landi? Eg er viss um aö þeir gera slikt lika en þaö er auövitaö ekki eins merkilegt og þegar eitthvaö er brotiö í miöbœnum eöa bara einhvers staöar í Reykjavík. Ég viöurkenni alveg aö sumir ungling- ar eru vandamál, sérstaklega þegar vín er annars vegar og vímuefni. Máliö er bara aö þaö er auövelt aö ná í þaö. Ég geri hvorugt af því sjálf en skil ósköp vel þá unglinga sem eru háöir þessu þvi aö þetta eru ávanaefni. Þetta veröur aö duga núna. Eg óska öllum unglingum, sem eru aö reyna aö hœtta aö reykja eöa drekka, góös gengis Kveöja, S.A.D.M.L. Þab finnst mér óþokkaskapur! Kœra Æska! Mér finnst fulloröiö fólk ekki taka nóg tillit til krakkanna varöandi áfengi. Ég á frœnku sem er á fjórtánda ári og hún og vinkona hennar drekka. Þegar þœr œtla aö drekka áfengi þá fer þessi stelpa bara til foreldra sinna og biöur þá um vín. Þeir gefa henni eins og ekkert sé. En mér finnst þetta ekkert nema hálfvitaskapur. Þaö er eins og þeim sé alveg sama um hana. Eg hef oft sagt henni aö vera ekki aö þessum hálfvitaskap en hún hlustar auövit- aö ekkert á mig. Svo veit ég um stráka sem ætluöu niöur í bœ meö vini sínum sem hefur aldrei smakk- aö áfengi og neyöa hann til aö drekka. Þaö finnst mér óþokkaskapur. Ég hef aldrei drukkiö áfengi og ég reyki ekki heldur og ég ætla aö sleppa þeim óþverra. Ég vona aö fein' hugsi eins. Þaö er ekki til neins aö vera aö drekka og reykja. Bless, Madonna. Þökk fyrir bréfin. Viö getum sannarlega tekiö undir þaö sem í þeim segir. En þetta er dálkur lesenda til aö lýsa skoö- unum og viöhorfum sínum - til umhverfis, þjóöfélags og til- vprn. Oröiö er laust! Æ S K A N S S

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.