Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1992, Page 6

Æskan - 01.07.1992, Page 6
LÁRA OG LÓA eftir Sigríði Lindu Vigfúsdóttur níu dra. Einu sinni, þegar Lára hafði ekkert að gera, hringdi síminn. Mamma hennar svaraði. Frænka Lám var í símanum. Þær voru jafngaml- ar. Hún spurði hvort hún mætti koma og vera hjá þeim í nokkr- ar nætur. Mamma Láru leyfði henni það. Þegar Lóa kom fóru þær út í fjöru að leika sér. Þær óðu í sjón- um. Allt í einu heyrðu þær eins og einhver væri að ropa. Þær litu upp og sáu skrýtið skrímsli. Lára og Lóa ætluðu að hlaupa burt en skrímslið kallaði til þeirra: „Verið ekki hræddar, stelpur! Komið þið! Þetta er í fyrsta sinn sem ég tala við fólk. Ég hef sofið í heila öld. Áður en ég lagðist til svefns var fólk svo hrætt við mig að það var horfið áður en ég gat áttað mig á því. Hvað heitið þið annars?" „Ég heiti Lára og þetta er frænka mín, hún Lóa. Hún mátti sofa hjá mér í nokkrar nætur." „En hvað heitir þú?" spurði Lóa. „Ég heiti Grúskur og á heima í sjónum. Það eina sem mér finnst leiðinlegt er að allir eru hræddir við mig. Ég er afar einmana." Þá sögðu þær: „Greyið! Við skulum koma á hverjum degi. Og við skulum líka koma með mat handa þér. En hvað étur þú?" „Það get ég sagt ykkur! Ég ét kertastubba og gömul dagblöð og rusl úr öskutunnum og slitna plastpoka." „Er enginn eftirmatur hjá þér?" „Jú, en ég er hræddur um að þið eigið erfitt með að finna hann. Það er nefnilega hár." En allt í einu sagði Lára: „Lóa, hvað er klukkan?" „Hún er að verða sex." „Nú, þá ættum við að koma okkur heim. Mamma gæti farið að verða hrædd um okkur." „Bless, Grúskur!" sögðu þær og svo hlupu þær heim, furðu lostn- ar og spenntar yfir þessu ævin- týri. Þegar þær komu heim spurði mamma Láru hvar þær hefðu verið og hvað þær hefðu verið að gera allan tímann. Stelpurnar þorðu ekki að segja henni að þær hefðu verið að tala við skrímsli og sögðu í staðinn: „Við vorum að vaða í sjón- um." Svo fóru þær að hátta og sofa. Næsta dag fóru þær til rakar- ans. Mamma Láru þurfti að láta klippa sig. Þær þurftu að bíða eft- ir henni. Þá sáu þær mikið af hári á gólfinu. Þær tíndu það upp. Þegar þær komu heim sögðu þær: „Við ætlum út í fjöru." Þá sagði mamma Láru: „Já - en hvað ætlið þið að gera við þetta hár?" „Við ætlum að henda því," sögðu þær og tóku allt það sem skrímslið át. Síðan fóru þær niður í fjöru. Þar beið skrímslið eftir þeim og matnum. Eftir þetta fóru þær nið- ur í fjöru á hverjum degi. „Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri. Úti er ævintýri." (Sigríöur Linda fékk auka-viður- kenningu fyrir söguna í smásagna- keppni Æskunnar, Barnaritstjórnar Ríkisútvarpsins og Flugleiða 1991) 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.