Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Síða 20

Æskan - 01.07.1992, Síða 20
HEILÁHÚFI W®* BARNAGÆSLA ER ÁBYRGDARSTARF í sumarfóru margir krakk- ar víðs vegar á landinu á nám- skeið hjá Rauðakrossinum og lærðu um barnagæslu. Nám- skeiðin eru fyrir krakka á aldr- inum 11-14 ára. Þegar nám- skeiðinu lýkur fá þeir skírteini og margir foreldrar vilja nú helst ráða krakka, sem hafa sóft barnfóstrunámskeiðin, til að gæta barna sinna. Oessi námskeið eru gagn- leg en ekki síðurskemmti- leg. Anna, sem er 13 ára, fór á námskeið í vor. Við báðum hana að segja frá því. „Við komum í fjögur skipti og vorum í þrjá klukkutíma í hvert skipti. Við fengum vinnubók með verkefn- um sem við gerðum í tímunum. Okk- ur var kennt um þroska barna, hvernig á að sinna þeim og koma fram við þau. Það vartalað um leiki, á hverju börn geta meitt sig og hvað á að gera ef þau meiða sig. Við feng- um að æfa okkur að baða börn og klæða. Við notuðum brúðu sem er lík litlu barni og okkur var kennt hvernig á að gefa pela og mata lítil börn.“ - í vinnubókinni ertalað um rétt- indi og skyldur barnfóstrunnar. Hvað var fjallað um þar? „Þegar við ætlum að fara að gæta barna er best að ræða við foreldra barnsins um ýmislegt sem tengist barnagæslunni. Barnfóstraát.d. að gera samning um vinnutíma og laun svo að hún viti að hverju hún geng- ur. Foreldrar eiga alltaf að skilja eft- ir upplýsingar um hvar hægt er að ná í þau. Það þarf að vera skýrt til hvers er ætlast af barnfóstrunni svo að ekki komi upp leiðindi og mis- skilningur. Barnfóstrur eiga að sýna almenna kurteisi, vera þrifalegar og þær geta ekki leyft sér, eins og mað- ur gerir stundum heima hjá sér, að segja: „Þessu nenni ég ekki." Foreldrarnir þurfa að láta vita ef þeir vilja að eitthvað sérstakt sé gert og ef þeir vilja ekki að farið sé með barnið á einhverja staði. Það geta verið staðir eins og bryggjur, sjopp- ur og miklar umferðargötur. Það er líka lögð áhersla á að komið sé fram við barnið eins og vin og að við höf- um í huga að börn læra það sem fyr- ir þeim er haft.“ Við þökkum Önnu fyrir. Þess má geta að Rauði krossinn hefur haldið barnfóstrunámskeið á hverju ári mörg undanfarin ár og um eða yfir 500 krakkar fá skírteini á hverju ári. Að lokum birtum við upp- lýsingar úr bæklingi sem afhentur er á námskeiðinu. Hann heitir „Barna- gæsla er ábyrgðarstarf". (Umsjón: Anna María og Sigrún) RÁÐLEGGINGAR TIL BARNFÓSTRU 1. Mættu alltaf á réttum tíma. 2. Gættu þess að fá upplýsingar um eftirfarandi: a) notkun eldavélar, örbylgjuofns eða annarra tækja sem þú átt að nota b) hvenær barnið á að fara að sofa d) hvernig öryggislæsingará rúmi, barnastól og öðrum útbúnaði eru e) hvað þú átt að gera ef barnið kastar upp eða grætur stanslaust f) hvar bleyjur, föt og rúmföt eru geymd g) hvar eftirlætis leikföng og bækur barnsins eru. 3. Fáðu upplýsingar um hvort barnið þurfi einhverja sérstaka meðhöndlun. 4. Stilltu ekki útvarp, sjónvarp eða hljómflutningstæki það hátt að þú heyrir ekki ef barnið kallar eða grætur. 5. Líttu til barnsins við og við jafnvel þó að það sé sofandi til þess að kanna hvort allt sé í lagi. 6. Bjóddu vinum þínum eða vinkonum aldrei til þín nema með leyfi foreldra. 7. Fáðu upplýsingar um hvort von sé á einhverjum. Hleyptu aldrei ókunnugum inn. 8. Mikilvægt er að vita nokkurn veginn hvenær von eráforeldrunum heim. 2 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.