Æskan

Årgang

Æskan - 01.07.1992, Side 21

Æskan - 01.07.1992, Side 21
ÍSLENSK/TYRKNESKU STÚLKURNAR KÆRA ÆSKA! Hér skrifa ég kannski óvenjulegt bréf en mig lang- ar til að segja frá því hvernig var að þekkja systur sem hafa nú farið til Tyrklands með föður sínum. Þær voru kallaðar Dabbý og Rúna. Móðir þeirra berst ákaft fyr- ir að fá forræði yfir þeim - eins og þið hafið eflaust heyrt í fréttum. Mér finnst mjög óréttlátt gagnvart þeim að verða að dveljast hjá föður sínum. Hann var ekki þeirra besta skjól. En amma þeirra og mamma voru þeim mjög góðar. Þegar ég kom til þeirra í afmæli sögðu þær mér að þeim væri illa við að hafa föður sinn þar. Þær máttu aldrei heimsækja önnur börn. Faðir þeirra leyfði það ekki. Mamma mín spurði einu sinni ömmu þeirra hvort þær mættu koma til mín að leika sér. Hún sagði nei, faðir þeirra hefði svo mikið harðræði á heimilinu. Finnst fólki þetta rétt? Ég spyr bara. Ég gæti sagt miklu meira en þetta þó að ég geri það ekki núna. En mér finnst fólk eiga rétt á sannleikanum. Guðríður Lára. ÖMURLEGA VÆMIÐ Kæra Æska! Mér finnst efniö í Æskunni oft mjög barnalegt og ömurlega væm- ið. Til dæmis þetta: ... segir mamma Sylvíu og horfir glettnum augum á dóttur sína.“ Guð minn góður! Það eru líka vitibornar manneskjur sem lesa þetta blað. Þegar einhver minnist á þetta eruð þið að afsaka ykkur: „Við reynum að láta efnið í blað- inu höfða til allra aldursflokka, líka þeirra yngstu." Blaðið, eins og það er núna (fyrir utan rokkþáttinn), er fyrir krakka 6-10 ára. Fyrirgefðu ef ég hef móðgað Þíg- Gilitrutt. Es.: Geturðu sent mér 4. tbl. 1992? Einhvern veginn komst vatn í það og allt eyðilagðist. Frá Æskunni: Að sjálfsögðu sendum við „Gilitrutt" (að verða 12 ára) tölu- blaðið sem hún bað um - strax og við fengum bréfið - því að við erum ekki móðguð! Þökk fyrir bréfin! Allir sem senda bréf (til Æskunnar - eða hvert sem er) eiga að undirrita það með fullu nafni. Við birtum dulnefni sé þess óskað. E FINNST... ég tel... ég vil... Æ S K A N 2 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.