Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1992, Page 23

Æskan - 01.07.1992, Page 23
NY TEIKNIMYND MEÐISLENSKU TflLI PRINSESSAN OG DURTARNIR FRUMSÝND í SEPTEMBER / lok september mun kvikmyndahúsið Regnboginn frumsýna nýja teiknimynd með íslensku tali. Hún hefur hlotið nafnið Prinsessan og Durtarnir. Myndin er byggð á þekktu ævintýri eftir George McDonald og varþað fyrstgefið útárið 1871. ÞórhallurSigurðsson erleikstjóri og meðal leikara má nefna Sigurð Sigurjónsson, Örn Árnason, Guð- rúnu Þ. Stephensen, Kristbjörgu Kjeld, ArnarJónsson og Pálma Gests- son. Ólafur Haukur Símonarson þýddi. Prinsessan og Durtarnir er æv- intýri um dularfulla atburði og sak- lausa rómantík. írena er ung prinsessa sem hefur alla ævi sína átt heima innan veggja kastala þar sem ekkert slæmt gat komið fyrir hana. Hana grunar ekki að skammt frá kastalanum, í iðrum jarðar, eigi vondar skepnur, Durtarnir, bústað sinn. frena veit satt að segja ekki neitt um veröldina um- hverfis kastalann. Þegar Durtarnir ákveða að ráðast upp á yfirborð jarð- ar, hertaka konungdæmið og gifta prinsessuna hinum mis- kunnarlausa Froskavör virð- ist hún varnarlaus. En henni er komið til hjálpar: Lang-amma hennar spinnur henni töfraþráð í hrörlegum turni kastalans. Kalli, sonur verkamanns í ná- grenninu, veit að Durtarnir hafa veikleika. Þeir skelfast tónlist! Og þó að höfuð þeirra sé hart eins og steinn þola þeir ekki að trampað sé á fótum þeirra. Þá öskra þeir af sársauka! Með hjálp þessara vina sinna tekst frenu að kanna undirheima Durtanna, komast að hinum illu á- formum þeirra og að lokum kljást við þá innan veggja kastalans. LITASAMKEPPNI REGNBOGANS, FLUGLEIÐA, HARDROCKCAFÉ OG ÆSKUNNAR LITADU PRINSESSUNA OG FREISTAÐU GÆFUNNAR / ✓ \ ' 1 / I / / / '\ \ A næstu síðu er mynd af prinsessunni og Durt- unum. Þú skalt lita hana eins og þér finnst hún fal- legust og senda barnablaðinu Æskunni. Veittur er fjöldi verðlauna fyrir bestu myndirnar að mati dóm- nefndar. 1. Flug til Akureyrar fyrir alla fjölskylduna 2.-6. Matur fyrir fjölskylduna á „Hard Rock Café“að verðmæti 10.000 kr. 6.-13. Þrjár bækur að eigin vali frá Bókaútgáfu Æskunnar. 13.-20. Bókin um Fugfastríðið í Lumbruskógi. 21.-50. Aðgöngumiði á Prinsessuna og Durtana. Lita má myndina með vax-, vatns- eða þekju- litum - eða á hvern þann hátt sem þér dettur í hug. Dómnefnd mun dæma myndir eftir vandvirkni, frumleika og litavali. Skilafrestur ertil 15. desember 1992. Póstfangið er: Barnablaðið Æskan pósthólf 523, 121 Reykjavík. Nafn Aldur Heimili Póststöð Myndin er á næstu síbu Æ S K A N 2 3

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.