Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 25

Æskan - 01.07.1992, Blaðsíða 25
OF VENJULEGT - EÐA... ••• voa - jaannfnea jo Margir hafa beðið um að birt verði framhaldssaga lesenda. Effir fyrsta kafla, sem við sjáum um að semja, verði valdir kafl- ar úr því sem lesendur senda. Við skulum reyna! Þeir sem vilja hjálpa til við að semja söguna verða að bregða fljótt við og senda framhald hennar, einn kafla (álíka að lengd og þessi er), fyrir 17. september. Eg heiti Hlíf. Ég held aö ég sé eins venjuleg og frekast getur orðið. Ég er hvorki lógvaxin né há, grönn né feit. Ég er skolhærð og gráeygð. Líklega er ég ekki ófríð en enginn getur með góðri samvisku sagt að ég sé sæt. Merkilegt að ég skyldi ekki fá pét- ur: jpor eins og pabbi eða spékopp- ana hennar mömmu. (Ég get sagt ykkur strax að mað- ur getur ekki búið til spékoppa sjálf- ur, hvemig sem maður reynir. Þó að maður sitji í felum uppi í fjalli heil- an dag, blási út kinnar og styðji fingrum fast á þær ... Þó að maður sofi margar nætur með kúlur undir teygju sem strengd er yfir kinnarn- ar og aftur fyrir hnakka ... Það er bara ekki hægt! En auðvitað er langt síðan ég reyndi ...) Ég er allt of venjuleg. Mér finnst það að minnsta kosti og mamma getur ekki breytt því hvað mér finnst þó að hún segi að ég megi þakka fyrir hvernig ég sé gerð. Ég er of venjuleg og líf okkar fjöl- skyldunnar er allt of venjulegt! Við eigum heima í fiskiþorpi, pabbi rær á trillu, mamma vinnur í frystihús- inu og ég gæti þessara yndislegu (!) systkina minna. Ég ætti að vera farin að vinna í fiski, það væri áreiðanlega skárra en þetta. Ég er komin á fjórtánda árið (þó að ekki séu nema tíu dagar síðan ég varð þrettán ..). Pétur er ellefu ára, dökkhærður, brúneygður og að sjálfsögðu með pétursspor! Ég held að pabbi og mamma hafi valið þetta nafn til að vera viss um að hann fengi þetta blessaða spor á hökuna. Hann hefði átt að verða stelpa. Þá væri hann - hún! - nú að gæta systra okkar og ég væri sloppin! Magga fékk spékoppana. Hún er líka ljóshærð og bláeygð. Hún er sex ára og farin að búa til sögur og yrkja ljóð! Sigga er fjögurra ára, rauðhærð og græneygð og freknótt og fjörug og frek! Þetta er óréttlátt! Ég á raunar auðvelt með að eign- ast vini. Ég á tvær ágætar vinkonur og líka strák að góðum vini. En auð- vitað þarf sætur og skemmtilegur strákur eins og hann að trúa mér fyrir því að hann sé skotinn í annarri af þessum ágætu vinkon- um mínum! Ég held að ég eignist marga vini af því að ég er þessi ósköp venjuleg. Enginn þarf að öfunda mig af neinu. Mamma segir að það sé ekki ástæðan. Hún sé sú að ég sé opin- ská, skilningsrík og eðlileg í fram- komu. Ég trúi henni ekki. Ég er komin upp í fjall. Ég fékk Pétur til að gæta telpnanna - með því að lofa að komast að því með leynd hvort Selma sé skotin í hon- um. Hann er ástfanginn upp yfir haus. Þessi polli! Ég notaði tækifærið til að fara langt burt frá þessu venjulega. Hing- að að litlum fossi í litlum læk. Hér ætla ég að bíða eftir að eitthvað ger- ist. Kannski kemur hingað strákur sem er á ferðalagi og hefur hlaupið burt frá hinum ... Eða einhver göngugarpur - stálpaður piltur sem klífur fjöll ... Ef til vill lendir svif- dreka-flugmaður á flötinni hér fyr- ir neðan ... Eða ... Eitthvað óvenjulegt hlýtur að fara að gerast! Ég sest í lautina milli blómanna og bíð eftir ævintýrinu ... FRAMHALD ÆSKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.