Æskan - 01.07.1992, Qupperneq 26
AÐDÁANDI MARGRÉTAR
Elsku Æskupóstur!
Mér finnst afar gaman að leika
á sviði fyrir fjölda fólks. Eftirlætis-
leikkona mín er Margrét Kristín
Pétursdóttir. Hún lék aðalhlutverk-
ið í Söngvaseið og nú er hún að
leika vinnukonuna Línu í leikritinu
Emil í Kattholti.
Viljið þið biðja hana að svara
aðdáendum og birta góðar mynd-
ir af henni? Hún leikur og syngur
afskaplega vel. Ég fór þrisvar á
Söngvaseið og er búin að sjá Emil
í Kattholti tvisvar. Ég býst við að
fara aftur í haust að sjá það leik-
rit.
Leikhúsaðdáandinn.
Svar:
Við höfum orðið við beiðni
þinni og annarra aðdáenda Mar-
grétar Kristínar - og hún við ósk
okkar. Sjá bls. 46.
TÖLVUNÁMSKEIÐ - OG
HRAFNHILDUR
Kæra Æska!
Hér eru nokkrar spurningar:
1. Eru einhvern tíma haldin
tölvunámskeið í strjálbýli - fyrir 13-
14 ára krakka.
2. Hvað hafa komið út margar
bækur eftir Hrafnhildi Valgarðsdótt-
ur?
3. Er ekki hægt að hafa fleiri
viðtöl í Æskunni?
Róló.
Svör:
1. Tölvuskóli Islands hefur
haldið námskeið fyrir börn og
unglinga. í Reykjavik en ekki
utan borgarinnar. Skólinn er
hins vegar reiðubúinn til að
standa fyrir námskeiðum ann-
ars staðar í samvinnu við heima-
menn. Þá er samkomulagsatriði
hvað kennt verður og hve lengi
námskeið verða.
Tölvuskóli Reykjavíkur hefur
efnt til námskeiða allvíða um
land - en þau eru fyrir 16 ára og
eldri. Námskeiðin eru auglýst á
þeim stöðum þar sem þau eru
haldin.
Heimamenn í ýmsum kaup-
stöðum eru að athuga mögu-
leika á að efna til námskeiða og
ekki er ólíklegt að við getum
sagt frá því síðar.
2. Barnabækur: Kóngar í ríki
sínu - Kóngar í ríki sínu og
prinsessan Petra.
Unglingabækur: Leðurjakk-
ar og spariskór - Púsluspil -
Unglingar í frumskógi - Dýrið
gengur laust (Æskan gefur út
bók eftir Hrafnhildi íhaust...)
Smásagnasafn: I rangri ver-
öld.
3. Við reynum að hafa sitt lít-
ið afhverju - og höfum talið við-
töl hæfilega mörg...
GEFÐU ÞIG FRAM ...
Góöa Æska!
Ég lýsi eftir pennavinkonu
minni. Hún sendi mér bréf en skrif-
aði hvorki nafn né heimilisfang
undir það. Hún skrifaði „bless“ lóð-
rétt aftan á blaðið - með stórum
stöfum. Ég vona að hún lesi þetta.
Nanna Karen Alfreðsdóttir,
Háleitisbraut 153,
108 Reykjavík.
HLJÓMSVEIT
Kæra Æska!
Þökk fyrir gott blað.
Ég ætla að stofna hljómsveit en
mig vantar krakka í hana. Þess
vegna bið ég lagvísa hljómlistar-
krakka í Reykjavík að hafa sam-
band við mig í síma 674083.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir,
Rafstöðvarvegi 6,
110 Reykjavík.
BARNAGÆSLA
Kæri Æskupóstur!
Fyrst vil ég þakka gott blað.
Getur þú þirt fróðleiksmola um
barnagæslu, eldamennsku og
slíkt?
Ég sendi þér líka gátur:
1. Hver er það sem fer alltaf
umhverfis tréð en verður þó aldrei
þreyttur?
2. Dís ein sat í tré í rauðri kápu.
Hjarta hennar var úr steini. Hver
var hún?
3. Hver hefur höfuð en engin
augu eða eyru?
Heiðdís Ragnarsdóttir,
Ránargötu 9,101 Reykjavík.
Svar:
íþættinum Heil á húfi, bls. 20,
er fjallað um námskeið í barna-
gæslu.
Svör við gátunum eru á bls.
62.
UM KETTI
Kæri Æskupóstur!
Ég ætla að spyrja þig þessa:
1. Dreymir ketti?
2. Hafa kettir sjötta
skilningarvitið?
3. Er nauðsynlegt að baða ketti?
Magga.
Svör:
1. Það þykir mjög líklegt.
Ýmsar hreyfingar þeirra og hljóð
upp úr svefni benda til þess.
Svo er og um ýmis önnur dýr.
2. Heyrn og lyktarskyn dýra
er mun næmara en manna. Þau
geta því skynjað ýmislegt sem
við megnum ekki. Væntanlega
er af þessari ástæðu talað um
að sum dýr hafi „sjötta skilning-
arvitið“ (Eitthvað meira en sjón,
heyrn, ilman, bragð og tilfinn-
ingu).
3. Kettir sjá yfirleitt nægilega
vel um að þrifa sig sjálfir - en
forðast vatn. En þau kattakyn
sem eru hreinræktuð og mjög
loðin (t.a.m. persakettir) þarfn-
ast sérstakrar feldhirðingar. Þau
þarf að baða.
NÝJU KRAKKARNIR
Æskupóstur!
Við erum tveir ákafir aðdáend-
ur Nýju krakkanna. Við ætlum að
stofna klúbb og biðjum því alla að-
dáendur hljómsveitarinnar að
senda okkur bréf með upplýsingum
um nöfn sín og heimilisföng. Þá
verða þeir félagar í klúbbnum.
Það eru meiri líkur á að hijóm-
sveitin komi hingað ef hún fær að
vita af íslenskum aðdáendaklúbbi
sínum. Við skrifum öll nöfnin í bók
og sendum aðdáendaklúbbi þeirra.
Þið megið gjarna safna undir-
skriftum aðdáenda og senda okk-
ur. Við höldum áfram bréfaskrift-
um til allra þeirra sem senda okk-
ur upplýsingar.
Brynja og Freyja,
Lyngheiði 6, 810 Hveragerði.
Kæra Æska!
Mig langar til að biðja krakka
um að senda mér texta með vin-
sælum lögum Nýju krakkanna: Ég
mun elska þig að eilífu (I ‘II Be Lov-
ing You for Ever) - Ég þarfnast þín
(I Need You) - Ég vildi að þú
elskaðir mig (I Wanna Be Loved
by You) - Komdu vel fram við mig
(Treat Me Right).
Ásta Soffía Lúðvíksdóttir,
Gerðavölium 48 b,
240 Grindavík.
2 6 Æ S K A N