Æskan - 01.07.1992, Síða 27
ÁSTRALSKIR LEIKARAR
Kæra Æska!
Pökk fyrir gott blað.
Ég er mikill aðdáandi Kylie
Minogue og langar til að fá vegg-
mynd af henni.
Nokkrar spurningar:
Hvert er heimilisfang aðdá-
endaklúbbs Kylie? Eru Jason
Donovan og hún kærustupar?
Getið þið birt veggmynd af
naggrís?
Getur fólk verið lipurt þó að það
sé feitt?
Spurul.
Kæra Æska!
Getur þú sagt mér eitthvað um
Jason Donovan?
Mig langar einkum að vita hvort
hann og Kylie eru gift eða í sam-
búð.
Rakel.
Svör:
Lesið þáttinn Leikarakynn-
ingu.
í 5. tbl. 1991 var sagt frá
naggrísum íþættinum Dýrunum
okkar. Ef til vill verður siðar
veggmynd af þeim dýrum.
Já, fólk getur verið liðugt í
ýmsum hreyfingum þó að það
sé feitlagið. Margir eru til að
mynda fimir og léttir í dansi þó
að þungir séu á vog.
LEIKLIST, DANS OG
SÖNGUR
Kæra Æska!
Ég hef mikinn áhuga á söng,
dansi og leiklist og langar til að
verða söngkona, dansmær, leik-
kona - eða þetta allt. Mig langar
til að byrja strax að læra þetta en
veit ekki hvert ég á að snúa mér.
Ég fór einu sinni í Rokklingaskól-
ann en þar var sagt að það væri
aldrei of seint að byrja. Getur þú
hjálpað mér?
Söng-, dans- og leikkona.
Kæra Æska!
Ég hef mikinn áhuga á leiklist
og að syngja. Ég er alltaf syngj-
andi. Hvernig er hægt að komast í
söngprófun hjá Rokklingunum?
Hvar er auglýst þegar leitað er eft-
ir leikurum fyrir kvikmyndir og leik-
rit?
Ég tek þátt í öllu sem ég get og
tengist leiklist eða söng. Ég veit að
ég hef hæfiieika á þessum sviðum
og ég er alls ekki feimin við að
koma fram. En það er ekkert leik-
félag þar sem ég á heima.
Ein með söng- og
leiklistaræði.
Svör:
Lesið svör í Æskupósti í 1.
og 3. tbl. 1992, bls. 20 í báðum
blöðunum!
Þar er nefnt að líklegast sé
að tækifæri gefist til að koma
fram á vegum leiklistarklúbba í
félagsmiðstöðvum og skóium. í
Reykjavík starfar Gamanleikhús-
ið, leikfélag barna og unglinga.
Einnig má benda á Kramhúsið,
dans- og leiksmiðju, að Skóla-
vörðustíg 12 í Reykjavík (s.
15103).
Kennsla fer fram í leiklistar-
skólum - en inngöngu í þá fá
nemendur að loknu stúdents-
prófi - og inngönguprófi.
Góður undirbúningur er nám
í fimleikum, bailett og söng
(söng- og tónskólar) ;enn frem-
ur þátttaka í kórsöng.
Auglýsingar, þar sem óskað
er eftir ungum leikurum, eru birt-
ar í dagblöðum - e.t.v. einnig í
hljóð- og sjónvarpi.
Rokklingaskólinn auglýsir
starfsemi sína einnig í dagblöð-
um.
KVIKMYNDA- EÐA
LEIKARAÞÁTTUR
Kæri Æskupóstur!
Getið þið ekki haft kvikmynda-
og/eða leikaraþátt í Æskunni? Þar
gætu verið fróðleiksmolar um
fræga leikara - og nýjar (eða gaml-
ar) kvikmyndir. Hann gæti verið
svipaður Poppþættinum.
Þið mættuð líka hafa fleiri kvik-
mynda- og sjónvarpsþáttastjörnur
á veggmyndum en hafa verið.
Æskan er frábært blað og ég
er ekkert að kvarta þó að ég biðji
um þetta.
K.H.
Kæra Æska!
Gætuð þið haft þátt svipaðan
Poppþættinum en um leikara?
Hvar getur maður fengið er-
lenda pennavini? Kostar það eitt-
hvað? Útvegið þið pennavini frá
öðrum löndum öðru vísi en með
því að birta nöfn í pennavinadálk-
unum?
Pósturinn Páll.
Svör:
Vicl höfum annað veifið sagt
frá vinsælum leikurum í blaðinu
- í sérstökum þætti og Æsku-
póstinum. í þessu tölublaði
kynnum við Kylie Minogue,
söng- og leikkonu. Einnig má
búast við fróðleiksmolum í nýj-
um þætti, Héðan og þaðan.
I 6. tbl. Æskunnar 1992 var
birtur listi yfir alþjóðlega penna-
vinaklúbba. Þar var sagt frá því
hvernig fara skal að þvíað óska
eftir erlendum pennavinum og
hver kostnaður fylgir því.
í flestum tölublöðum birtum
við nöfn útlendra barna og ung-
linga sem hafa hug á að skrifast
á við Islendinga. - Við útvegum
ekki pennavini með öðrum
hætti.
PABBAR
Kæra Æska!
Hér er lýsing á pabba mínum:
Pabbi er fyndinn og skemmti-
legur. Hann er alltaf að gera að
gamni sínu. Hann getur varla sagt
eina setningu án þess að grínast.
Það eina sem hann eldar er „spag-
hettí“. En það hefur hann svo sterkt
að ég get ekki borðað það.
Pabbi hefur ekkert tímaskyn.
Hann kemur alltaf u.þ.b. klukku-
stund of seint. Ef hann einsetur sér
að koma í tæka tíð kemur hann oft-
ast klukkustund of snemma, bíð-
ur, fer aftur og kemur klukkustund
of seint!
Mína mús.
PÁFAGAUKAR OG
GLEYMSKA
Hæ, kæra Æska!
Viltu láta veggmynd af páfa-
gauki fylgja Æskunni?
Er þátturinn Dýrin okkar hætt-
ur? Ef svo er ekki viltu þá láta fjalla
um þáfagauka.
Skrýtla:
Hjón voru í flugvél á leið til út-
landa.
Konan: Hver skollinn! Heldurðu
að ég hafi ekki gleymt að taka
straujárnið úr sambandi?
Maðurinn: Það erallt í lagi! Það
getur ekkert brunnið því að ég
gleymdi að skrúfa fyrir kalda vatn-
ið.
Kara.
Svar:
Frá páfagaukum var sagt í 8.
tbl. 1990. Veggmynd fylgdi.
(Kara hefur fengið blaðið).
FRAMHALDSSAGA
Halló, Æskupóstur!
Er til aðdáendaklúbbur Simp-
sons-fjölskyldunnar? Ef svo er
hvernig kemst maður í hann?
Ég vil taka fram að ég er sam-
mála B.H. um að í blaðinu verði
framhaldssaga sem lesendur
semja.
Þökk fyrir gott blað og vegg-
myndina með hryssunni og folald-
inu.
Valgerður Bjarnadóttir.
Svör:
Við vitum ekki hvert er heim-
ilisfang aðdáendaklúbbs fjöl-
skyldunnar. Getur einhver gef-
ið okkur upplýsingar?
Við erum líka sammála því.
Lestu byrjun hennar á bls. 25.
„Þetta erum við Blesi.“
- Sendandi: Eydís Ósk Indriða-
dóttir níu ára.
Þökk fyrir bréfin!
Þeir sem hyggjast
skrifa Æskunni verða
að muna að rita fullt
nafn og heimilisfang
undir bréfin. Önnur
verða ekki birt.
ÆSKU
PÚSTUR
Æ S K A N 2 7