Æskan - 01.07.1992, Síða 28
FRIMERKJAKLUBBUR
ÆSKUNNAR
Stytta af Leifi heppna Eiríkssyni. Cjöf til ís-
lensku þjóöarinnar frá Bandaríkjamönnum.
NÝIR FÉLAGAR
67) Haukur Harðarson,
Reynigrund 47, 200 Kópavogi.
68) Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir,
Blöndubyggð 9, 540 Blönduósi.
69) Sandra D. Björnsdóttir,
Kárastíg 8, 565 Hofsósi.
70) íris Ósk Pálsdóttir,
Löngumýri 7, 600 Akureyri.
71) Arnar Sigurðsson,
Öldugötu 50, 101 Reykjavík.
72) Þórunn Harðardóttir,
Hellubraut 1,220 Hafnarfirði.
73) Ingunn Berglind Arnardóttir,
Borgargerði 16, 755 Stöðvarfirði.
74) Áslaug Ottósdóttir,
Steinum 15, 765 Djúpavogi.
75) Eygló Pétursdóttir,
Leynisbrún 13, 240 Grindavík.
Alla þessa nýju félaga bjóðum við
velkomna og vonum að þeir finni sér
skiptivini meðal eldri félaga í klúbbnum
(- sjá lista í 4. og 5. tbl. 1992).
íris Ósk hefur mestan áhuga á austur-
lenskum frímerkjum. Arnar safnar aftur á
móti dýrafrímerkjum. Valgerður safnar
merkjum frá 15 löndum og hefur safnað í
tvö ár. Þórunn spyr hvort ekki sé félags-
gjald. Nú ætla ég að biðja ykkur að muna
vel að klúbburinn okkar hefur ekki félags-
gjald en þeir sem vilja fá bein svör við bréf-
um verða að senda 30 króna frímerki með
sem burðargjald undir bréfið.
LEIFUR EIRÍKSS0N
Öll hafið þið lært um Leif Eiríksson og
jafnvel Eirík rauða, föður hans, en þeir eru
taldir mestu landfundamenn íslendinga.
Það er þó ekki alls kostar rétt þar sem það
var ekki Leifur sem upphaflega fann Amer-
íku heldur Bjarni Herjólfsson. Það var hann
sem fann þessi lönd sem Leifur og fleiri
fóru síðan að leita að. Meðal landnemanna
voru svo Leifur Eiríksson og Þorfinnur
karlsefni Þórðarson sem síðar bjó í Skaga-
firði. Það voru því grænlenskir menn frá
íslandi sem fundu Ameríku upphaflega. En
áður hafði Norðmaðurinn Eiríkur rauði (frá
íslandi!) fundið Grænland og fengið íslend-
inga til að byggja það að hluta.
Talið er að maður sunnan úr Evrópu
hafi frétt af landafundum Leifs og Eiríks er
hann fór til írlands og síðan til íslands. Þá
vissi hann ekki hvaða lönd þetta gætu ver-
ið en taldi að um Indíalönd væri að ræða.
Þarna væri því fundin leið til austurstrand-
ar þeirra landa.
Fyrr á þessu ári létu Færeyingar og ís-
lendingar prenta sameiginlega frímerkja-
útgáfu til að minnast þess að Leifur Eiríks-
son fann Ameríku og að Kólumbus fann
hana á ný á fimmtándu öld. Þarna var um
tvö frímerki að ræða frá hvoru landi. Ann-
ars vegar til að minnast ferðar Leifs og hins
vegar til að minnast ferðar Kólumbusar.
Furðulegt verður að teljast að Grænland
skyldi ekki vera með í þessari útgáfu.
Raunar gátu Norðmenn líka verið með því
að upphaflega kom Eiríkur rauði frá Noregi
til íslands og settist þar að sem flóttamað-
ur vegna dóms heima fyrir. Svo braut hann
einnig af sér á íslandi og varð þá að flýja á-
fram til Grænlands.
í LEIFUR EIRÍKSSON ■ UM 1000 EUROPA
KRISTÓFER KÓLUMBUS • 1492 EUROPA
Póstkort þetta gaf Póst- og símamálastofnunin út í tilefni af landafunda-sýningu í Ameríku.
2 8 Æ S K A N