Æskan - 01.07.1992, Síða 43
Shakespeare og A. Lloyd Webber.
En rithöfund og skáld?
Halldór Laxness og Stephan King.
í hverju er starf leikara fólg-
ið? Hvað gera þeir milli sýn-
inga?
Leikari þarf að geta sett sig í spor
annarra og geta búið til nýja persónu
sem á eigið líf og tilfinningar (en leik-
arinn fær „að láni“ margt úr eigin lífi
til að geta skilið tilfinningar persón-
unnar betur). Svo lærir maður text-
ann sinn og kemst að því hvar á að
standa (ganga, sitja o.s.frv.) í leik-
ritinu. Síðan lætur maður persónuna
sína gera þetta allt.
Ef sýnt er tvisvar á dag reynir
„Ég lék fyrst Tótu litlu í Fjalla-Eyvindi. Ég
var fimm ára þegar við byrjuðum en orðin
sex þegar við hæltum. “
maður að hvíla sig á milli. Ef langt
er á milli sýninga, kannski vika eða
meira, þá er gott að setjast niður fyr-
ir sýninguna og „fara í gegnum
hana“ í huganum - því að oftast ger-
ir maður eitthvað allt annað á milli.
Hvað finnst þár skemmtileg-
ast í starfinu?
Að reyna að finna persónuna. Það
er ýmist auðvelt eða erfitt en þegar
maður hefur fundið hana þá veit
maður það (og það er alltaf góð til-
finning)!
Hefur þú lært söng - eða á
hljóðfæri?
Ég er enn að læra söng (- hef lok-
ið 5. stigi). Ég lærði á blokkflautu og
síðan klarinett (en er búin að gleyma
öllu núna). Ég byrjaði að læra á píanó
og er að æfa mig á því aftur núna.
Ertu gift - áttu börn?
Ég giftist Torfa Geirmundssyni
22. ágúst sl. Hann á fjögur börn og
tveir synir hans eru hjá okkur, þeir
Mikael (18 ára) og Ingvi Reynir (22
ára). Við kynntumst í Söngvaseiðn-
um svo að það má segja að ég hafi
haldið hlutverkinu áfram!
í hvaða skólum varstu?
Ég byrjaði í Mýrarhúsaskóla úti á
Nesi, fór svo í Melaskólann og það-
an í Hagaskóla. Ég varð stúdent úr
Verslunarskólanum og fór síðan til
Bandaríkjanna í leiklistina. Þegar ég
kom heim fór ég í Leiðsögumanna-
skólann.
Hvað fannst þér skemmtileg-
ast á skóiaárunum?
Að Ijúka prófum! - og vera í kór
(Sólskinskórnum í„Meló“ og Versl-
unarskólakórnum).
Hvað gerðir þú helst f tóm-
stundum?
Ég var skáti og starfaði mikið. Úti-
legurnar voru skemmtilegastar! Ég
fór líka á skíði (en er ekkert sérstak-
lega leikin) og oft í leikhús. Ég sá Fló
á skinni yfir 50 sinnum!
Hvað starfaðir þú á sumrin
meðan þú varst í skóla?
Allt mögulegt. Ég var sendill hjá
frænda mínum, eitt sumar í sveit og
vann hjá Vífilfelli hf. (Kók).
Hver eru aðaláhugamál þín?
Listir.
Hefur þú ferðast víða?
Já, meira eða minna um allt ís-
land (Ég er leiðsögumaður á sumr-
in) - um Norðurlöndin, mikið í öðr-
um Evrópulöndum (var eitt ár sem
skiptinemi í Þýskalandi), um Sovét-
ríkin gömlu allt til Bajkal-vatns (í Sí-
beríu við landamæri Kína og Mongól-
íu), um Norður-Ameríku og Mexíkó.
Hvað hefur þér þótt athyglis-
verðast á ferðum þínum?
Að sjá hvað landamæri geta breytt
miklu hjáfólki. Maður gengur yfir ó-
sýnilegt strik og allt í einu talar fólk
öðruvísi, lítur öðruvísi út og hugsar
allt öðruvísi.
Hvaða staður, sem þú hefur
komið til, þykir þér fallegast-
ur?
Skaftafell.
Hvaða matur þykir þér bestur?
Austurlenskur.
Eldar maðurinn þinn? Hvað er
hann leiknastur við að búa
til?
Maðurinn minn eldar oftast heima
enda er hann mjög góður kokkur.
Og best tekst honum upp með ind-
verskan mat.
Stundar/hefur þú stundað f-
þróttir?
Ég syndi mikið og geng mikið. Ég
æfði einu sinni handbolta hjá KR en
var ekkert góð svo að ég hætti.
Hver er eftirlætisfþróttagrein
þfn - og íþróttamenn?
Mér þykir gaman að handbolta
og er afar stolt af landsliðinu okkar.
Hvað ráðleggur þú þeim börn-
um og unglingum sem langar
til að verða leikarar?
Að drífa sig í leiklist í skólanum
eða félagsmiðstöðinni. Þó að þau
séu feimin gerir það ekkert til því að
það er öðruvísi í leiklistinni. Leikar-
inn getur verið feiminn sjálfur en það
er þara ekki hann sem er á sviðinu
heldur þersónan hans.
Áttu eftirlætismálshátt?
Betra er seint en aldrei.
„Leikari þarf að
geta settsig í
sgor annarra og
geta búið til nýja
persónu sem á
eigið líf og tilfinn-
ingar..."
Æ S K A N 4 7