Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 9

Æskan - 01.01.1994, Blaðsíða 9
HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ 8000 KASSA? - Þú fórst líka á námskeið í fyrra ... „Ég var fyrst í sumarskólanum á Ketilsstöðum. Þar voru nokkrir krakkar og þrír leiðbeinendur, Gísli, Þaul og Bragi. Við unnum að verk- efnum, stundum öll í hópi, stundum tveir saman og stundum var maður einn. Það var mjög gaman. Við bjuggum til kríuhlífar til að geta farið og skoðað varpið án þess að þær hyggju í höfuðið á okkur. Það var ó- skaplega mikið af kríum þar. Ég bjó líka til hlíf til að setja á járn sem festir borðtennis-net. Ég meiddi mig nefnilega á einu járninu, fékk skurð á kinnina. í haust vorum við nokkur að vinna saman. Við áttum að reyna að finna hvað væri hægt að gera við 8000 kassa sem Vífilfell gat ekki notað af því að þeir eru gulir. Gísli leyfði mér að vera með elstu krökkunum úr námskeiðunum. Svo fór ég aftur á námskeið í nóvember." - Hvaö gátuó þið ráðlagt Vífilfelli? „Við fengum margar hugmyndir, svo rosalega margar að ég man þær ekki allar. En ég man hverjar fengu verðlaun: Að búa til kofa og hafa á leiksvæðum - og húsgögn í kofana - og búa til kassabíl. Nei, mér datt það ekki í hug en ég fékk helling af hugmyndum, til dæmis að hengja kassa upp á vegg fyrir vettlinga eða í bílskúr fyrir verkfæri.11 - Hvað smíðaðir þú á námskeið- inu í nóvember? „Ég var búinn að íhuga að gera stærri kassa, fyrir síma og símaskrá. Ég smíðaði hann.“ - Hvað gerir þú annað í tóm- stundum en að smíóa? „Þegar ég er á Sauðárkróki á sumrin leikum við frændi minn okkur oft í hlöóunni sem afi og amma eiga. - Já, þau eru með hesta og kindur. Við förum líka í útreiðartúra. Á haustin fer ég í réttirnar. Við byggð- um líka litla torfbæi í sumar. Svo fengum við lánaðan staurabor hjá afa og boruðum holu til að festa rót- arhnyðju í. Hér fyrir sunnan er ég oft á hjóli. Ég hef stundum farið yfir í Breiðholtshverfi með vini mínum og systur hans. Hún er ári yngri en við.“ - Hvað þykir þér skemmtilegast í skólanum? „Mér þykir mjög gaman í smíðum. Nú ætti að vera óhætt að ganga um móana þó að kríurnar hamist! Hópurinn sem fékk verðlaunin i nýsköpunarkeppninni i fyrra - ásamt Markúsi Erni Antonssyni borgarstjóra Ég er í smíðatímum núna en í haust vorum við í handmennt. Það var líka ágætt.“ - Uppfinningakeppnin er ekki sú eina sem þú hefur tekið þátt í. Á hverju öðru hefur þú spreytt þig? „Ég var með í Lego-keppninni. Þá fékk ég önnur verðlaun. Svo var ég beðinn um að búa til Lego-borg sem var sýnd í Kringlunni." Við látum spjalli lokið. Rúnar hefur verið viðtalsgóður og enginn asi á honum en ég veit að vinur hans bíð- ur. Það er nóg að gera hjá fjörugum og snjöllum snáðum. Aldrei að vita hvaða hugmyndir kvikna. Kannski einhverjar sem gagnast okkur öllum sem nýjar uppfinningar! í lokin er ástæóa til að minna á að allir á aldrinum 8-15 ára geta tekið þátt í uppfinningakeppninni 1994. Á bls. 24 er umsóknareyðublað sem sjálfsagt er að Ijósrita og nýta ... Að smiða kriuhlífar... Æ S K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.