Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1994, Page 12

Æskan - 01.01.1994, Page 12
FRÁ UNGLINGAREGLUNNI FJÖLSKYLDUSKEMMTUN FYRIR AUSTAN Komið þið sæl! í 9. tbl. Æskunnar 1993 birt- um við myndir og frásögn frá fjölskylduskemmtun í Vinabæ. Nú skulum við halda austur fyrir fjall, að Seljalandsskóla. Þar var haldin skemmtun fyrir barna- stúkurnar sem starfa við Skóga- skóla og Seljalandsskóla. Einnig voru þar nokkrir foreldrar og að sjálfsögðu Árni Norðfjörð ásamt stórgæslumanni. Nemendur úr Skógaskóla sáu að mestu um skemmtiatriði, m.a. leikþátt, einleik á píanó, harmóníkuleik og blokkflautuleik - og tveir kennarar léku fjórhent á píanó. Þarna sýndi unga kyn- slóðin enn einu sinni hvað í henni býr og var stórkostlegt að sjá og heyra til hennar. Að loknum þessum frábæru atriðum þurftu Árni og Jón líka að láta Ijós sitt skína. Þá var tekið til við að dansa og leika sér í dálítinn tíma. Allir tóku þátt í dansi og leik. Að lokum var sest að kaffiborði og meðan veitinga var notið voru spilaðar nokkrar umferðir í bingó. Árni Norðfjörð stjórnaði því. Ég held að allir hafi farið glaðir og á- nægðir heim eftir frábæra skemmtun. Fyrir hönd Unglingareglunnar færi ég öllum sem þarna voru, og sérstaklega þeim sem lögðu á sig mikla vinnu við að skemmta okkur, kærar þakkir. Jón K. Guðbergsson stórgæslumaður. Þau léku á hljóðfæri Þær fluttu leikþáttinn Afmælisveisluna Ekki lita á Ijósmyndarann! Dansinn stiginn i Seljalandsskóla 12 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.