Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 28

Æskan - 01.01.1994, Síða 28
Ekkert svar. Skömmu seinna kallaði ég aftur hið sama og beið aftur. Þegar ég hafði kallað enn hætti mér að lítast á. Skyldi þessi vesalingur vera einhvers staðar uppi í fjalli? Beið hún þess að ég sækti hana? En í því bili kom hún þjótandi í koldimmu myrkrinu og stökk upp í fangiö á mér og er óhætt að segja að þá varð fagnaðarfundur. Ég strauk hana. Hún sleikti mig. Og svo bar ég hana inn í hlýtt eldhúsiö og hún fékk að éta. Eg man enn þá eftir því hvað mér leið vel út af því að Kisa litla var ekki týnd; var ekki einhvers staðar í fjallshlíðinni eða jafnvel uppi á fjallinu í frosti og snjó. Nú gat hún farið í hina góbu einkaíbúð sína þar sem ullin hélt hita að henni, hvílt sig og sofiö þreytuna úr sér. Já, þennan kött var ekki hægt ab kalla „skynlausa skepnu". Kisa var hugsandi vera líkt og ég og annab mannfólk. Hún var líka mjög geðgób. Einu sinni sá ég þó að henni rann mikið í skap og er mér það enn þá vel minnilegt þrátt fyrir þá áratugi sem á milli ber í straumi tímans. Nærri ári síðar en það gerðist, sem hér hefur verið greint frá, um göngur, þ.e.a.s. haust- leitirnar, komu menn utan úr Bolungarvík og voru víst að sækja kindur. Þeim var boðið kaffi og stóbu við dálitla stund. í fylgd með þeim var hundbóndi einn, svartur en með einhverja hvíta smáskrautbletti. Var hann hinn röggsamlegasti og kynnti sér aðstæður allar utandyra umhverfis húsakost á Hafrafelli. Þá var svo ástatt aö nokkrum dögum áður hafði Kisa eignast sín fyrstu börn í íbúb sinni og hugsaði nú ekki um annað en móðurhlutverkið. Táta sýndi þá hve mjög hún mat og virti vinkonu sína með því ab nátta sig og hvíla utan heimilis síns nokkra daga. Eg var staddur þarna nærri þegar hinn svarta og ókunna hundbónda bar að heimili Kisu. Hann þefaði af íbúb Tátu og lyfti síðan höfði til að gera hið sama við efri íbúöina. Þab hefði hann betur látib ógert. Ég sá hægri framfót Kisu koma leiftursnöggt út úr íbúðinni og skipti engum togum að blóð spratt fram á blátrýni hundsins. Hann brá tungu sinni á þann stab en höfuð Kisu kom fram í dyrnar og var henni þá meira í skapi en ég man eftir að hafa séb hjá hennar kyni fyrr eða síðar. Höfuðhár hennar höfðu ekki aöeins risiö heldur höllubust þau mikiö fram á vib. Mér sýndist á tilliti hennar að hún óskaði hundbóndanum feigðar þá þegar en hann hörfaði og gekk sig burt og var nokkru niðurlútari en ábur. Ég sá að hann brá tungunni oft á nef sér. Skömmu síöar fylgdi hann samferðamönnum sínum á réttina. Þarna sást að skap Kisu var mikiö þó ab hún væri allra katta vinsamlegust og mikill vinur vina sinna. Mér þykir víst að í bardaga hefbi hún verið óvæginn andstæðingur. Á næsta hausti eftir þetta fór ég til náms í Verslunarskóla íslands og var lítiö heima eftir það. Get ég því ekki sagt meira frá þessari elskulegu Kisu sem er mér minnisstæðari en allir abrir kettir sem ég hef þekkt. En ég vil geta þess að lokum hvab lifaö hefur skýrast og best í minni mínu: Þegar hún stakk höfðinu í gin hvolpsins. Það held ég að sé hámark þess sem ég hef séb af trúnaðartrausti. Þegar hún fór ab koma til mín oft dag frá degi þangað sem ég sótti heyið, oft í köldu og leiðinlegu veðri. Þegar hún elti mig á fjallið og mjálmaði um leið og ég hvarf sjónum hennar á fjallsbrúninni. Þá var veðrib bæði kalt og hryssingslegt og yfir allmikinn snjó ab fara í hlíðinni, a.m.k. frá sjónarmiði svo lítillar skepnu sem hún var. Þegar hún kom þjótandi í fang mér eftir að ég kallaöi á hana í myrkrinu. Hún kom ekki fyrr en svo ab ég ímyndaöi mér ab hún hefbi beöiö mín einhvers stabar í sporum mínum frá því um morguninn - en ég kom ekki þá leið til baka heldur fór ég niður af Kubbanum miklu sunnar, rétt fyrir utan Engidal. Og einhvern tíma í verulega leiðinlegu vebri, hvassviðri, frosti og snjókomu. Þá fór ég ab húsinu þeirra, tók af mér vettlinginn og seildist inn. Þær voru bábar heima og þeim var báðum hlýtt og báðar sleiktu þær höndina. Þær virtust njóta vel skjólsins sem kassinn veitti þeim og sönn var gleöi mín yfir ab hafa haft fyrir því að útbúa hann eins og ég gerði. 2 8 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.