Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1994, Síða 35

Æskan - 01.01.1994, Síða 35
^JU * * LEIKARAR En hann er ekki leikinn í einni vinsæl- ustu íþrótt sem iðkuð er við strendur: „Ég leik mér ekki á brimbretti! Líklega er ég sá eini sem ekki stundar það - af öllum strákum í Malibu!" HLUSTARÁ HVALAHLJÓÐ OG REGN! Pamela Anderson á það sameiginlegt með Davíð Charvet að kunna lítið fyrir sér í brimbretta-íþróttinni og að hafa ver- ið fyrirsæta áður en hún fékk hlutverk í Strandvörðum. Raunar hafði hún líka far- ið með lítið hlutverk í vinsælum sjón- varpsþætti, „Home Improvements". Stjórnendur Strandvarða sáu hana í þeim þætti og buðu henni hlutverk - en lengi vel gaf hún sér ekki tíma til að tala við þá! Loks kom að því og þá var samið í hvelli enda var henni gert kleift að leika í báðum þáttunum. Ekki er allt tekið út með sældinni við myndatökur: Sjórinn er illa mengaður! „Við verðum að gæta okkar vel. Við böðum okkur vandlega, skolum munn- inn og setjum dropa í eyrun. Við erum svo mikið í sjónum að þetta er alveg nauðsynlegt." í tómstundum safnar Pamela hlutum úr kristal - og hlustar gjarna á hvala- hljóð... „Mér þykir yndislegt að hlusta á hval- ina. Ég á hljóðin á bandi - og líka regn- hljóð, úr regnskógum þar sem ótal fuglar eiga heimkynni sín. Það er dásamlegt. Önnur áhugamál? Já, ég skráset drauma mína á hverjum morgni! Þá geri ég mér grein fyrir hvernig hugurinn starfar á nóttunni. Raunar dreymir mig mjög oft að einhver elti mig. Ég er alltaf á hlaupum undan einhverju og oftast í lífshættu!" (Meira um Strandverði: Jeremy Jackson (Hobie): 6. tbl Æskunnar 1993 bls. 61 - Erika Eleniak og Billy Warlock: 3. tbl. 1993 bls. 61) burð - annars losnaði ég aldrei undan stríðni. Ég horfði mikið á sjónvarp í fyrstu og fór í enskutíma. Þannig náði ég fljótt tökum á málinu og hreimurinn hvarf.“ Faðir Davíðs var drykkjumaður og háður öðrum ávanaefnum. Þess vegna hefur hann sjálfur aldrei neytt áfengis. „Ég fylgdist með því hvernig hann byggði upp milljón dala fyrirtæki úr þeim 51 dal sem hann átti þegar við komum - og síðan hvernig hann eyðilagði líf sitt. Það var erfitt að alast þannig upp. Ég var 12 ára þegar þetta gerðist og ég sór þess eið að ég skyldi aldrei snerta áfengi. En pabba hefur tekist að hætta að drekka og gengur vel núna. Við erum góðir félagar." Þegar Davíð er ekki að hlaupa um ströndina sem leikari í Strandvörðum - unir hann sér helst við að hlaupa á ströndinni! „Ég á heima við sjóinn svo að ég fer þangað gjarna og leik blak. Ég hef líka gaman af að aka á vélhjóli, fara í kvik- myndahús - og borða góðan mat, þar segir uppruninn til sín! Mér finnst fransk- ur og ítalskur matur mjög góður og ýms- ir erlendir réttir. Ég bý oft til mat og er sérfræðingur í sósum á salat!“ Davíð og Pamela - nýir leikarar í Strandvörðum. Þáttaröðin Strandverðir hefur hafið göngu sína að nýju. Aðal- hlutverkið er sem fyrr í höndum Davíðs Hasselhoffs, fjallmyndar- legs náunga sem leikið hefur í nokkrum kvikmyndum og varð mjög vinsæll sem aðalleikari í þáttunum „Knight Rider“. Hann er einnig söngvari og er dáður sem slíkur - a.m.k. í þýskumælandi löndum. (Sjá 1. tbl. Æskunnar 1993, bls. 21. Meira síðar). Þið hafið eflaust tekið eftir leikurum sem verða áberandi í þessari myndaröð, Davíð Charvet, sem fer með hlutverk Matts Brodys, og Pamelu Anderson sem leikur CJ Parker. Samkvæmt upplýsing- um í ensku blaði um sjónvarpsefni („TV Hit“) búa þau saman í Malibu, í fjölbýlis- húsi skammt frá ströndinni (blaðið er raunar frá því í fyrrasumar...) FER EKKI Á BRIMBRETTI! Þetta er fyrsta hlutverk Davíðs. Hann vann áður sem fyrirsæta. Hann þekkti jafnlítið til þáttanna um strandverðina þegar hann byrjaði og áhorfendur til hans - því að hann hafði ekki horft á það sjónvarpsefni fremur en annað. „Ég fylgist naumast nokkuð með sjónvarpi. Ég heyrði fyrst af þáttunum þegar ég var að leita að hlutverkum. En ég sá örfáa þætti áður en ég fór í reynslutöku hjá stjórnendum Strand- varða.“ Hann er frá borginni Lyon í Frakklandi en fjölskylda hans fluttist til Kaliforníu þegar hann var tíu ára. Samt ber hann ekki fram með frönskum hreimi. „Krakkarnir gerðu grín að mér og sögðu að ég yrði að læra réttan fram- STRANDVERDIR Æ S K A N 3 5

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.