Æskan

Volume

Æskan - 01.01.1994, Page 40

Æskan - 01.01.1994, Page 40
OF VENJULEGT - EÐA... I 8. kafla fór Hlíf í geimfari með konu sem hafði boðið henni til stjörnu regnbog- anna. Þar hitti hún regnbogadrottninguna. Hún bað Hlíf að fara og Iáta vondu nornina Dröndu hverfa - og fékk henni hálsfesti sem hún átti að lyfta upp að andliti nornarinnar. Hlíf kom að breiðri og straumþungri á. Hvernig átti hún að komast yfir hana? FRAMHALDSSAGA LESENDA: 9. kafli Ég settist á þúfu og hugsaði málið. Hvernig kæmist ég yfir? Ég nuddaði hálsmenið hugsi. Allt í einu lagði geisla frá meninu og ég sveif yfir ána. Stórfurðulegt! Enn merkilegra var að ég sá stjörnu hrapa og lenda hjá mér. I stjörnunni var andlit regnbogadrottning- arinnar sem sagði: „Aðeins lengra! Upp stigann, inn um dymar. Muna að gæta sín á Dröndu!“ Svo hvarf stjarnan. Ég gekk lengra og lengra þar til ég sá stiga, ljótan stiga með kóngulóarvef, músum, pöddum og slíkum kvikindum. Það brakaði í stigan- um þegar ég steig í fyrstu tröppuna. Önnur trappan var svo fúin að ég var nærri dottin þegar hún lét undan. I þriðju tröppunni var þykkt ryklag sem þyrlað- ist upp þegar ég steig á það. En á ein- hvern óskiljanlegan hátt komst ég upp þennan ógeðslega stiga. Við enda hans vom dyr. „Oj, bara, en sá subbuskapur!“ hugs- aði ég þegar ég opnaði dyrnar og gekk inn. Þar stóð Dranda og horfði á mig. Hún var ekki ljót en með svört, stingandi augu sem lýsti úr. Hún átti greinilega ntarga, svarta ketti því að þeir voru þama úti um allt, á gólfinu, borðinu og í glugganum, bara alls staðar (Stundum hef ég heyrt að svartir kettir boði ógæfu en ég hef aldrei þorað að spyrja um það). Dranda leit á mig og færði sig nær. Þá lyfti ég hálsmeninu upp að andliti hennar. Það var sem ljósgeislinn í aug- um hennar dofnaði og að lokum dó hann út. Dranda splundraðist í milljón hvítar agnir sem söfnuðust saman á gólfinu og mótuðu lítinn, hvítan hund! Ég horfði agndofa á þetta. Loks datt mér í hug að fara með hundinn til regn- bogadrottningarinnar. Kannski gæti hún tekið hann að sér. Það var nú nóg að hafa ærslabelginn hana Siggu heima. Ég hélt af stað til drottningarinnar. Á leiðinni sá ég að stóra áin var orðin að lítilli lækjarsprænu. Þegar ég kom til hennar og sýndi henni hundinn sagði hún: „Þessi hundur þarf að komast til eig- anda síns.“ Svo sagði hún mér sögu af galdra- konu sem heitir Fúga og var móðir Dröndu. Hún breytti dóttur sinni í hund og rak hann út úr skóginum sem hún átti heima í. Dranda breyttist aftur en þá var hún orðin miklu verri en hún hafði verið áður. „Núna ert þú búin að gera hana að hundi og verður að skila honum til Fúgu. Farðu í gegnum Drunuskóg.“ „Hvernig í ósköpunum á ég að geta þetta allt?“ spurði ég miður mín. Framhald óskast! Helga Lúcía Bergsdóttir 10 ára, Seli, 781 Höfn, samdi þennan kafla. Hún hlýtur í verðlaun tvær bækur. Margir sendu ágætar tillögur og svo jafnar (þó að efnið væri af ýmsu tagi) að í þetta sinn varð að draga úr þeim bestu. Allir þátttakendur fá eina bók að laun- um. Munið að sögukaflarnir verða að vera 1-1 1/2 vélrituð blaðsíða eða 2-3 hand- skrifaðar síður (A-4). Nefnið hvaða bækur þið kjósið að fá í verðlaun. Framhald þarf að berast fyrir 16. febrúar nk. Merkið bréfið þannig: Æskan - Of venjulegt - eða ..., pósthólf 523,121 Reykjavík. 4 O Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.