Æskan - 01.01.1994, Síða 44
R O K
K
W
ÍSLENSK
ROKKSKÁLDSAGA
SJÁLFSÆVISAGA
TÍNU TURNER
Titill: Tvær grímur
Höfundur: Valgeir Guö-
jónsson
Tvær grímur er skáldsaga
með sannsögulegu ívafi.
Nafngreindar persónur úr ís-
lenskri rokksögu skipa stóran
sess í frásögninni. Aðrar per-
sónur eiga greinilega fyrir-
myndir í raunveruleikanum.
Aðalsöguhetjan, rokkstjarnan
Grímur Kamban, á t.a.m.
margt sameiginlegt með
bókarhöfundi, Valgeiri Guð-
jónssyni, en raunar einnig
með Agli Ólafssyni og fleiri
Stuðmönnum.
Tvær grímur birtir Ijóslif-
andi mynd af ungum drengj-
um sem fylgjast með Bítla-
æði sjöunda áratugarins. Á
þann hátt er bókin fróðleg
fyrir áhugafólk um íslenska
poppmúsík. En hún er líka
bráðskemmtileg. Sagan
geislar af hnyttinni frásagnar-
gleði Valgeirs. Umsjónar-
maður Poppþáttarins stóð
sig að því að skella upp úr á
stöku stað við lesturinn. Með
því að draga úr orðaflaumi
gæti Valgeir komist í þann
flokk úrvalsrithöfunda sem
Pétur Gunnarsson og Einar
Kárason teljast til...
Oft kemur fram í frásögn-
um íslenskra poppara að
Æskan sé einn liðurinn í til-
veru þeirra. Þetta er staðfest
í bók Valgeirs. Bent er á til
vitnis um glæsilegan feril
rokksöngvarans Gríms Kam-
bans að viðtal við hann hafi
birst í Æskunni...
Titill: Ég, Tína
Þýðandi: Ásgeir Tómas-
son
Hörundsdökki indíáninn
Tína Turner hefur verið í hópi
vinsælustu rokksöngkvenna í
þrjá áratugi. Samt eru ein-
ungis nokkur ár síðan hún
kynntist hamingjunni. Æsku-
árin voru henni erfið og ást-
laus. Þá tók við tveggja ára-
tuga hjónaband með ofbeld-
isfullum fíkniefnaneytanda,
hljómsveitarstjóranum Ike
Turner. í bókinni segir Tína
að í hennar sporum flýi
margir á vit áfengisneyslu
eða notkunar annarra fíkni-
efna. En með því fara þeir úr
öskunni í eldinn, sökkva enn
dýpra í óhamingjufen-
ið og eiga síður
björgunarvon
en ella.
Tína var
svo heppin
að snið-
ganga alla
tíð tóbak, á-
fengi og önnur
ávanaefni. Sá
lífsstíll hennar er tví-
mælalaust veiga-
mikill þáttur í langvar-
andi og sívaxandi vin-
sældum þessarar
hálfsextugu ömmu.
hennar og plötur sí£
áratuginn bergmála lífs
gleði og þrótt. 1984
kom hún í fyrsta skipti
lagi í efsta sæti banda-
ríska vinsældalistans.
1989 náði plata með
henni í fyrsta sinn
efsta sæti breska
vinsældalistans. Á
sama tíma er fyrrum
eiginmaður hennar, Ike
Turner, löngu útbrunninn
rokkari. Spilagleðin,
andagiftin og lífsgleðin hafa
hopað fyrir vímuefnafíkninni.
Nafn Ikes væri að mestu
gleymt ef ofurvinsældir Tínu
minntu ekki óbeint á það.
Bókin, Ég, Tína, gefur
ágæta mynd af lífi popp-
stjörnunnar að baki sviðs-
Ijósanna, skuggahliðum sem
sjaldan er fjallað um þegar
vinsælustu lögin eru kynnt.
Athyglisvert er að lesa um
áhrif Pinetops Perkins á pí-
anónám Ikes. Pinetop hefur
oft spilað og sungið hérlend-
is. Hann gerði til að mynda
eina plötu með Vinum Dóra.
4 4 Æ S K A N