Æskan - 01.01.1994, Page 45
NÓBELSVERÐLAUN í BÓKMENNTUM
Það var snögglega brugðist við
hjá sænsku Póstmálastofnuninni á
síðastliðnu ári þegar Nóbelsverð-
launum í bókmenntum var úthlutað.
Þau komu að þessu sinni í hlut
afrísk-ameríska rithöfundarins Toni
Morrison. Hún er ekki aðeins þekkt
fyrir skáldsögur sínar heldur ekki
síður fyrir greinar og smásögur. í
greinargerð sænsku Akademíunnar
segir meðal annars að hún hafi með
snilld sinni í frásögnum, sem
blandnar eru skyggnum vitrunum og
Ijóðrænum krafti, útskýrt sterkan
þátt í bandarískum veruleika.
Öll þekkið þið ýmsar bandarískar
myndasögur fyrir börn og unglinga.
Þær sjáum vió oft í sjónvarpinu. Það
er einmitt það sem býr að baki
þessum sögum sem Toni hefir verið
að lýsa í bókunum sínum. Því er ekki
ónýtt að lesa sumar sögur hennar til
að kynnast þessu öllu betur.
Ég er samt fyrst og fremst að
hugsa um það að Svíar hafa nú ann-
að árið í röð brugðist snögglega við
og gefið út frímerki með mynd verð-
launahafans sama árið og verðlaunin
hafa verið veitt. Sú skýring var gefin
að það hafi vakið mikla undrun að
valin hafi verið þeldökk kona. Hún
var að vísu heimsfræg fyrir bækur
sínar - en enginn bjóst við að Aka-
demían veldi höfund sem er kona,
þeldökk og ekki af evrópskum upp-
runa!
Það er mikil hátíð þegar Nóbels-
verðlaunum er úthlutað. Athöfnin fer
fram í ráðhúsi Stokkhólmsborgar og
verðlaunin eru afhent af Svíakonungi
sem við vorum einmitt með mynd af
í jólablaðinu. Nú birtist annað frí-
merkið í samstæðunni og er að
þessu sinni með mynd af ráðhúsinu
og turni þess. Hin myndin er af verð-
launahafanum sem er hugsi með
hönd undir kinn.
Það var ekki mikill tími til að
teikna og grafa frímerkin svo að fjórir
menn voru fengnir til verksins. A.
Pram og H. Marcus voru fengnir til
að teikna og Piotr Naszarkowski og
Lars Sjöblom til að grafa myndina í
prentstálið. Þetta má sjá á frímerkj-
unum sjálfum. Nafn þess sem teikn-
ar er prentað vinstra megin neðst en
nafn þess sem grefur neðst til hægri.
Svona má lesa í frímerki.
Gleðilegt nýtt ár, með þökk fyrir
þau liðnu.
Sigurður H. Þorsteinsson.
ÚTVEGAR FRÍMERKI
Þættinum hefur borist bréf frá
norskri stúlku. Hún segist geta út-
vegað frímerki víðsvegar að úr
heiminum - gegn greiðslu. Fyrir tíu
frímerki þarf að greiða þrjú alþjóð-
leg svarmerki sem fást á pósthús-
um. Ef hún er beðin að útvega
sérstök frímerki kostar það fimm
slík svarmerki. Hún segist senda
frímerki til baka ef alþjóðlegu svar-
merkin eru send henni.
Við getum ekki fullyrt að um sé
að ræða traustan sölumann en
birtum þó nafn stúlkunnar:
Sonja Johansen,
Dusavikhagen 22,
N-4028 Stavanger, Noregi.
Æ S K A N 4 5