Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1994, Side 61

Æskan - 01.01.1994, Side 61
ORKUPLÁNETAN - Dune II. Leikurinn gerist á plánetunni Dune. Á henni er að finna gnótt af dýrmætu, orkuríku efni. Það er selt keisara nokkrum fyrir hátt verð. í leiknum á að velja sér lið (þjóðflokk), verja land sitt og tortíma óvinum á öðrum hlutum plánetunnar. Velja má milli þriggja þjóðflokka: Atreides-menn eru mjög góðvilj- aðir vinum en afar fjandsamlegir ó- vinum sínum. Þó eru þeir reiðubúnir til að fyrirgefa óvinunum ef þeir iðr- ast. Þeir eru frá plánetu sem er ekki ósvipuð jörðinni. Ordos-þjóðflokkurinn er fremur hlutlaus. Hann á hvorki sérstaka ó- vini né vini. Hann er frá stjörnu þar sem vetur ríkir allan ársins hring. Harkonen-menn eru grimmir og gefa engum grið. Þeir stefna að því að verða ríkasta og voldugasta þjóð heims. Heimkynni þeirra eru á brennheitri og mengaðri plánetu. Harkonen og Atreides eru erkió- vinir. Á fyrsta borði á að safna 1000 stigum til þess að komast áfram. Byggja þarf orkuvinnslustöð og raf- stöð til að knýja hana. Síðan á að verja það sem byggt hefur verið. Á öðru borði er farið svipað að - en ná verður 2700 stigum til að Ijúka því. Á hinum borðunum verður að útrýma öllum óvinum. Einkunn: PC Amiga Grafík 90% 89% Hljóð 92% 92% Skemmtun 88% 87% Fullkomleiki 89% 88% Meðaltal 89.8% 89% GETRAUN BROGÐ Eyðimerkurstríðið „Desert Strike“ (Sega Mega Drive) Þú þarft einungis að svara rétt nokkrum léttum spurningum til þess að eiga möguleika á óvæntum verð- launurn. Þau hlýtur sá sem verður svo heppinn að lausn hans verði dregin fyrst úr bréfahlaðanum. Flestir kannast við þennan leik enda var hann mjög vinsæll fyrir stuttu. Hér eru nokkrir lyklar til að komast í hvaða borð sem maður vill: 2. borð: RLMJBRXTPJK 3. borð: 9VMKNL6PF3N 4. borð: XTPJXV74JK 5. borð. VNZJBXTNPJK 6. borð: W6GFVWN4CD 7. borð: THDKT6PGCDV 8. borð. 7CYV4GJFDB6 9. borð. N46P3LMHPJK „Predator 11“ (Sega Mega Drive) Lyklar: 2. borð: KILLERS 3. borð: CAMOUFLAGE 4. borð: SUBTERROR 5. borð: LOS ANGELES 6. borð: TOTAL BODY „XENON 11“ (PC) 1. Hvað næst með því að ýta á stafinn K í bragði sem nota má í leiknum Prinsinn í Persíu („Prince of Percia“)? 2. Hvaða stafi þarftu að rita til að komast í Djúpa vatnið í leiknum Höfrungurinn Ecco? 3. Hvaða leik hef ég eingöngu séð í Lynx-tölvu? 4. í hvaða leik er hægt að bjarga forsetanum frá hryðjuverkamönn- um? 5. Hvaða vinsæll Nintendo í- þróttaleikur var færður á „Game Boy“? Svör við þessum spurningum má finna með því að glugga í Æskuna frá því í fyrra. Vinsamlegast sendið mér bréf með beiðni um upplýsingar en hringið ekki til mín. Svar í Æskunni kemur þá mörgum að notum. Ýta þarf á F7 þegar valmyndin kemur fram - og síðan á I til þess að verða „eilífur" eða ódrepandi. Hafþór Kristjánsson, Sjávargötu 5, 225 Bessastaðahreppi. Æ S K A N 6 7

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.