Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 18

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 18
„Litli stökkvarinn Kalli krútt“ á brátt að fara í brautina. Hindrunin, sem hann á að stökkva yfir, er ef- laust þrisvar sinnum hærri en hann. En Lillí (það er hann oftast nefndur) virðist ekki finna fyrir keppnisskjálfta! Þetta er á sænska meistaramót- inu í kanínustökkí! Lilli er fimmti í röð keppenda. Hann er sannarlega lítill eíns og nafnið bendir til. En hann er snjall stökkvari og sallarólegur að sjá. „Lilla fellur vel að keppa inni. Þetta gengur áreiðanlega vel,“ segir Elísabet „mamma“ hans. „Hann verður vonandi einn af tuttugu fremstu.“ Lilli situr á ráslínunni og lætur ekki haggast. Svo skýst hann mjúklega yfir fyrstu hindrunína. Þegar horft er á hann stökkva ímyndar maður sér að þetta sé ósköp auðvelt. En hann nemur stað- ar eftir næstum því öll stökkin. Þá verður Elísabet að hjálpa til svo að hann haldi áfram. Hún færir hann lítinn spöl áfram. Þá tekur hann við sér og stekkur yfir næstu hindrun. EINN DRENGUR í KLÚBBNUM Lilli og Elísabet eru frá Sandvík. Þau eru félagar í kanínuklúbbi þar. í honum eru tuttugu krakkar á aldrin- um 13-16 ára. Einungis einn þeirra er strákur! „í klúbbnum er stjórn sem ákveð- ur til að mynda hvenær meistara- keppni hans fer fram,“ fræðir Elísa- bet okkur um. „Og við gefum út fréttablað sem kemur út fjórum sinn- um á ári.“ MJÓLKUR- FERNU- HINDRANIR Félagamir hittast oft á sumrin og æfa kanínurnar sínar saman. En á veturna er erfitt að fá nógu stóran sal. Sumar kanínur verða óstyrkar þegar keppt er inni. Þeim líður betur úti en innanhúss. Þær fella hindran- imar oftar ef taugar þeirra eru þand- ar - þó að þær séu ágætir stökkvarar. Félagar klúbbsins taka líka þátt í sveita- keppni í öllu Gest- rekalandi. í hverri sveit eru fjórar kanín- ur. Besti árangur klúbbsins, sem Elísa- bet er í, er sjötta sæti. „Það er erfitt fyrir okkur að verða fram- arlega því að of fá mót eru haldin í Sandvík," segir Elísa- bet. „Keppnisreynsla er nauðsynleg til að ná góðum árangri.“ að þessu sinni, fleiri en nokkru sinni hafa komið til leiks. Engin sérstök kanínutegund ber af öðrum sem stökkvari. Kanínur af hvaða tegund og stærð sem er geta því verið með í keppninni. Lilli er dvergkanína. Þó að hann sé minni en flestir aðrir keppendur verður hann að stökkva yfir sömu hindrun. „Stóru kanínurnar eru miklu klunnalegri en þær smáu. Þess vegna stendur Lilli vel að vígi,“ segir Elísabet. - Hvernig er farið að því að fá kanínur til að stökkva? „Þær verða að hafa gaman af því,“ svarar Elísabet. „Maður byrjar með litlar hindranir og hækkar þær smám saman. Það er hægt að lokka þær með góðgæti. Mikilvægt er að hæla þeim oft. Hægt er að byrja að þjálfa þær Sænska meistara- mótið í kanínustökki var fyrst haldið 1986. Þá stukku þátttak- endurnir, 60 kanínur, yfir hindranir úr mjólkurfernum! Nú eru þær smækkaðar myndir af þeim grind- um sem notaðar eru við hindrunarhlaup hrossa. 160 kanínur taka þátt í keppninni Lilli kúrir i fangi Elísabetar „móður" sinnar. KANÍNUR NOPm lÁni 18 Æ S K A N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.