Æskan - 01.03.1994, Page 24
SPURNINGALEIKUR
Við hefjum nú að nýju spumingaleikinn vinsæla sem var meðal
efnis í blaðinu fyrir fáeinum árum. Við fáum til leiks Hamraskóla í
Reykjavík og Hjallaskóla í Kópavogi. Þrír nemendur ( 7. bekk skipa
lið hvors skóla. Þetta er útsláttarkeppni: Það lið, sem tapar, er úr
leik. Ef þau skilja jöfn reyna þau aftur með sér. Sú varð raunin að
þessu sinni. Leikar fóru 12:12. Það er ágætur árangur því að leik-
urinn var ekki léttur!
Nú er tilvalið fyrir þig að fá með þér einhverja tvo og reyna liðið
í leiknum! Að sjálfsögðu mátt þú glíma einn við spurningarnar ef
þú vilt. Rétt svör eru á blaðsíðu 62.
1. Hver af þessum ágætu skákmönnum sigraði (ásamt tveim-
ur öðrum) í 16. Reykjavíkurskákmótinu í febrúar?
♦ a) Ivan Sokolov
▼ b) Hannes Hlífar Stefánsson
d) Jóhann Hjartarson
2. Hver orti Ijóðið Siglingu (Hafið, bláa hafið)?
a) Stefán frá Hvítadal
▼ b) Davíð Stefánsson
♦ d) Örn Arnarson
3. Hvaða þekktur maður hafði viðdvöl hér á landi 6. mars?
a) Borís Jeltsin
b) Mikaíl Gorbatsjov
d) Edúard Shevardnadze
4. Hvar er Kerið?
a) í Mývatnssveit í Suður-Þingeyjarsýslu
♦▼ b) í Grímsnesi í Árnessýslu
d) í Álftaveri í Vestur-Skaftafellssýslu
5. Hver er umhverfisráðherra?
♦▼ a) Össur Skarphéðinsson
b) Jóhanna Sigurðardóttir
d) Eiður Guðnason
6. Hver vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Calgary
1988 - og ein í Lillehammer, í svigi kvenna?
▼ a) Vreni Schneider
♦ b) Pernilla Wiberg
d) Elfriede Eder
7. Hver nam land á Skarðsströnd og einnig nyrst á Strönd-
um?
a) Geirmundur heljarskinn
b) Helgi magri
♦▼ d) Auður djúpúðga
8. Hver hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í vetur?
a) Einar Már Guðmundsson
▼ b) Álfrún Gunnlaugsdóttir
♦ d) Hannes Pétursson
9. Hvaða lið varð deildarmeistari f handknattleik karla
1994?
a) FH b) KA ♦▼ d) Haukar
10. Hvað er gæðagammur?
a) Góðlynd fuglategund
♦▼ b) Maður sem sækist eftir efnislegum gæðum
d) Góður og fljótur hestur
11. Er Egill Jónsson þingmaður
a) Sjálfstæðisflokksins?
♦ b) Framsóknarflokksins?
▼ d) Alþýðuflokksins?
12. Eftir hvern er sagan, Víkingaferð til Surtseyjar?
a) Andrés Indriðason
♦▼ b) Ármann Kr. Einarsson
d) Iðunni Steinsdóttur
13. Hver sigraði í flokki einstaklinga í keppni í frjálsum
dansi 1994?
a) Svandís A. Sigurðardóttir
▼ b) María Torfadóttir
♦ d) Sigrún Birna Biomsterberg
14. Civic nefnist ein gerð bifreiðartegundar. Er það
a) Subaru? ♦▼ b) Honda? d) Toyota?
15. Hvaða jökull skreið hratt fram í vetur?
▼ a) Síðujökull b) Tungnafellsjökull
♦ d) Skeiðarárjökull
16. Hver fékk Grammy-verðlaunin 1994 sem besta
söngkonan?
a) Mariah Carey
b) Gloria Estefan
♦▼ d) Whitney Houston
17. Hvað heitir 16 ára stúlkan sem sigraði í listhlaupi á
skautum á Ólympíuleikunum í vetur?
a) Oxana Baiul ♦▼ b) Oksana Baiul
d) Oksana Bayul
18. Hvað nefnist kvenselur?
♦▼ a) Kæpa b) Kæla d) Kæna
19. Er Hjálmar H. Ragnarsson
a) tónskáld?
♦▼ b) bankastjóri?
d) íþróttaþjálfari?
20. Hver samdi leikritið (og söguna) Skilaboðaskjóð-
una?
▼ a) Herdís Egilsdóttir
b) Guðrún Helgadóttir
♦ d) Þorvaldur Þorsteinsson
▼ Hamraskóli ♦ Hjallaskóli
2 4 Æ S K A N