Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Síða 26

Æskan - 01.03.1994, Síða 26
9t*«UO PðSTUR - pósthólf 523, 121 Reykjavík BÍTLARNIR Elsku, besti Æskupóst- ur! Ég vil byrja á því að segja að mér finnst Æskan alveg ofsalega skemmtileg og Eva og Adam eitt það skemmtilegasta í henni. Gætuð þið birt vegg- mynd og einhverjar upplýs- ingar um Bítiana og 4 Non Blondes? Ég vildi gjarna fá senda veggmynd af Bítlunum ef þeir hafa verið áður. Blómabarnið. Svar: Veggmynd af Bítlunum fylgdi 8. tbl. Æskunnar 1991. Við höfum sent þér hana. Ýmsir fróðleiksmolar um hljómsveitina hafa verið i pistlinum, Sögu rokksins, en athugandi er að rita grein um hana. Sama gildir um hina sveitina sem þú nefnir. Þakka þér fyrir upphafs- orðin! DÝRAÞÁTTUR Kæra Æska! Getið þið líka haft dýra- þátt í blaðinu, t.d. um ketti, hunda, hesta, kanínur, páfagauka - og birt vegg- myndir af þeim? Viljið þið hafa veggmynd með Brandon (Jason Priestley)? Getur maður verið með í frímerkjaklúbbi Æskunnar? Þarf að borga eitthvað fyrir það? Embla Dimma. Svar: Já, við hljótum að fjalla um dýr að nýju. Margir hafa beðið um það undanfarið eins og þið hafið séð i bréf- um sem birt hafa verið í þessum þætti. 1990-1991 var þátturinn, Dýrin okkar, á sið- um blaðsins. Þar var sagt ýt- arlega frá þeim tegundum sem þú nefnir - og fleirum. Við munum segja frá öðrum á næstunni - og þeim sem þú nefnir á annan hátt en fyrr. Veggmynd af Jason fylgdi 10. tbl. 1992. Áskrifendur Æskunnar geta orðið félagar í frí- merkjaklúbbnum með þvi einu að rita bréf til umsjón- armanns hans, Sigurðar Þorsteinssonar, Laugarhóli, 510 Hólmavik. Ekkert félags- gjald þarf að greiða. Nafn þitt er komið á skrá yfir fé- laga! (Sjá Frimerkjaþátt á bls. 37). FRAMHALD5- SACAN OC ÆSKUVANDI Kæra Æska! Ég á heima í Sviþjóð og er áskrifandi að Æskunni. Ég fæ blaðið oft svo seint að ég get ekki sent kafla í framhaldssöguna, Of venjulegt - eða ... Mér finnst það dálítið leiðinlegt. Þið sem sendið bréf til þáttarins Æskuvanda: Hvernig væri að hætta að skrifa: „Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldur þú að ég sé gömul/gamall?“? Það er ekki auðvelt að geta sértil um aldur. Kannski væri betra fyrir umsjónarmanninn að leið- beina þeim sem skrifa ef þeir nefndu hve gamlir þeir eru. Lesendur geta ekkert frekar giskað á hver sendir bréfið þó að sagt sé frá aldri hans. „Luxor.“ Svar: Það er öldungis rétt hjá þér að fresturinn, sem gef- inn er til að senda tillögu að nýjum kafla i framhaldssög- unni, er afar stuttur, i raun of stuttur, a.m.k. fyrir áskrif- endur Æskunnar erlendis. En hann getur ekki verið lengri ef við viljum hafa kafla í hverju blaði. Við munum gæta þess að senda þau blöð, sem fara eiga til útlanda, á undan öðrum - en ekki er vist að það nægi til að áskrifendur okkar þar geti sent sögubrot nógu tímanlega, þvi miður. Ábending þin til þeirra sem skrifa bréf til Æsku- vanda er á rökum reist. FÆREY5KIR PENNAVINIR Kæri Æskupóstur! Mig langar mikið til að eignast pennavini frá Fær- eyjum. Hvernig fer ég að því? Mér finnst Eva og Adam alveg æðislega skemmtileg saga. Halla María. Svar: í Færeyjum er gefið út blað fyrir börn. í því er pennavinadálkur. Oft má sjá í honum nöfn islenskra krakka sem langar til að skrifast á við færeyska jafn- aldra sína - enda höfum við nokkrum sinnum birt póst- fang blaðsins. Það er: Barnablaðið, póstrúm 202, 110 Tórshavn, Færeyjum. Þú fékkst þessar upplýs- ingar og Ijósrit úr blaðinu i bréfi frá okkur löngu áður en þetta birtist - en eflaust verða einhverjir lesendur Æskunnar fegnir að sjá heimilisfangið. Færeysk börn skilja dönsku og ensku en geta ef til vill líka lesið ís- lensku - og þið færeysku! 5ITTAF HVERJU Kæri Æskupóstur! Þökk fyrir gott blað. Ég vildi gjarnan fá upplýsingar um Sigríði Beinteinsdóttur og Grétar Örvarsson. Líka væri gaman að fá enn fleiri veggmyndir en þið hafið birt, til dæmis með Bruce Willis eða Whitney Hou- ston. Má senda þrautir til ykkar? Mér finnst Eva og Adam skemmtileg saga. ÁK Svar: Við höfum oft sagt frá Siggu og Grétari. Veggmynd af henni og fróðleikskorn um hana voru birt i 1. tbl. þ.á. Whitney var á veggmynd sem fylgdi 4. tbl. Æskunnar 1993. Við skulum hafa Bruce i huga. 5TRANDVERÐIR Kæri Æskupóstur! Viljið þið segja eitthvað frá Matt í Strandvörðum? Hann er svo sætur. Hvert er heimilisfang aðdáenda- klúbbs hans? Hafmeyjan. Svar: Grein um David Charvet, sem leikur Matt, er i 1. tbl. 2 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.