Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 28

Æskan - 01.03.1994, Qupperneq 28
Svar: Þeir eru báðir á lífi þegar þetta er ritað. Ray mun raunar hafa lent i bilslysi i fyrrahaust en er gróinn sára sinna. Eflaust verður á næst- unni sagt enn fleira frá Metallica en gert hefur verið i Æskunni. Veggmynd fylgdi 1. tbl. 1991. Hana hafið þið fengið senda. Póstfang að- dáendaklúbbs hljómsveitar- innar skulum við birta enn einu sinni og vonum að hann sé starfandi: Metallica, c/o Q Prime, 729 7th Avenue, 16th Floor, New York, N.Y. 10019, Bandarikjunum. LEIKLI5T 06 LEIKARAR Kæra Æska! Ég þakka frábært blað og bið þig að svara þremur spurningum. 1. Getið þið birt heimil- isfangið hjá aðdáenda- klúbbi Macauley Culkin? 2. Hvernig er hægt að verða leikari meðan maður er krakki? 3. Getið þið birt vegg- myndir af Júlíu Roberts og Mason Gamble? Auður. Svar: 1. Við vitum þvi miður ekki hvert er heimilisfang klúbbsins. Gaman væri að fá vitneskju um það ef einhver lesandi veit betur en við. Grein um strákinn var í 4. tbl. Æskunnar í fyrra og veggmynd af honum fylgdi þvi blaði. 2. Krakkar geta tekið þátt í leiklistarklúbbum sem starfa i mörgum skólum. Stundum sýna leikfélög leik- rit þar sem krakkar fá hlut- verk. Stöku sinnum eru gerðar kvikmyndir hér á landi með þeim í aðalhlut- verkum. Þá kemur fyrir að auglýst sé í dagblöðum eftir leikurum. Kramhúsið, Skólavörðu- stig 12 i Reykjavík, s. 15103, efnir til leiklistarnámskeiða fyrir börn og unglinga (7-9, 10-12 og 13-15 ára). 3. Júlía var á veggmynd í 6. tbl. Æskunnar 1992. Við bætum Mason á óskalist- ann. .. OC RÓSIR Æskupóstur! Ég þakka gott blað. Getið þið sagt frá Guns N’Roses og birt veggmynd af þeim? Hvenær er Axl Rose fæddur? Hver stofnaði GN’R? Hvert er heimilis- fang aðdáendaklúbbsins? Aðdáandi. Hljómsveitin var á vegg- mynd sem fylgdi 1. tbl. 1990. Hún er reyndar ófáanleg og athugandi að birta aðra. í Poppþættinum hefur marg- sinnis verið sagt frá hljóm- sveitinni en þess má vænta að hennar verði getið enn einu sinni á næstunni. Axl Rose (William (Bill) Bailey) er fæddur 6. febrúar 1962. Hljómsveitin var stofn- uð i júní 1985 og hélt hljóm- leika strax i þeim mánuði. Hún hefur notið mikilla vin- sælda og liðsmenn hennar hafa samið ýmist kraftmikil rokklög eða Ijúfar ballöður. Löngum fylgdi þeim óhamin vímuefnaneysla og gróf framkoma. Raunar setti Axl hinum skilyrði vegna þessa og varð Steven Adler að vikja 1990. Matt Sorum kom í hans stað. Hann hefur it- rekað varað unglinga við neyslu vimuefna. Gilby Clark gítarleikari tók við af Izzy Stradlin 1991. í hljómsveit- inni >ru einnig Slash (Soul Hudson), Duff Mc Kagan og Dizzy Reed. Póstfang aðdáenda- kiúbbs: Guns N’Roses, PO Box 1644, Los Angeles, CA 90067, Bandaríkjunum. AÐDÁENDA- KLÚBBAR Kæri Æskupóstur! Ég þakka frábært blað. Getið þið birt eitthvað með Guns N’Roses? Hvernig starfar aðdáendaklúbbur hljómsveitarinnar? Hvað kostar að vera í honum. Birtið líka eitthvað með Rage Against The Machine, Whitney Houston og Metallica. Og það mætti vera dálítið meira um NBA körfuboltann. Eyþór. Svar: Þú hefur þegar lesið nokkur fróðleikskorn um GN’R. Við vitum ekki hvert félagsgjaldið er eða ná- kvæmlega hvað klúbburinn sendir félögum sínum en oft- ast eru það myndir og annað smálegt. Rita verður bréf með fyrirspurn um starfsem- ina og senda tvö alþjóðleg svarmerki með. Hljómsveitin RATM var ýtarlega kynnt á bls. 57 í 5. tbl. Æskunnar í fyrra og veggmynd af henni fylgdi. Einnig sagði umsjónarmaður Poppþáttarins frá tónleikum hennar í Kaplakrika 12. júní 1993 (7. tbl. 1993, bls. 44). Whitney Elizabeth Hou- ston var í poppskjalasafninu í 5. tbl. 1993, ábls. 57. Frá henni hefur oft verið sagt - en ástæða er til að bæta ein- hverju við það fljótlega. Hún fékk nýlega Grammy-verð- launin sem besta söngkon- an. Lagið, Ég mun alltaf elska þig („I Will Always Love You“), sem hún söng í kvikmyndinni, Lífverðinum, var valið vinsælasta lag árs- ins 1993 (Dolly Parton samdi það 1974 en Whitney söng það í nýrri útsetningu) - og plata samnefnd kvikmynd- inni („The Bodyguard") var kjörin besta plata ársins. Hún hefur selst í ellefu millj- ónum eintaka. Við þökkum öllum sem senda okkur bréf. Gætið þess að rita fullt nafn og póstfang undir þau. Nefnið líka hvort þið eigið ekkert efni um það vinsæla fólk sem þið biðjið um fréttir af. Við kunnum að geta bætt úr því. Flestir þeirra sem for- vitnast er um hafa ver- ið á síðum Æskunnar - eins og sjá má á svör- um í þessum þætti. ÆSKU PÓSTUR 28 ÆSKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.