Æskan - 01.03.1994, Page 35
►
f
4
99litli
John Stockton var leikmaður
„Draumaliðsins" („Dream Team“) á
Ólympíuleikunum í Barselónu -
landsliðs Bandaríkjanna. í því voru
líka Michael Jordan, Charles Barkley
og David Robinson sem áður hefur
verið sagt frá í Æskunni - og Scottie
Pippen en veggmynd af honum
fylgdi 1. tbl. 1994; einnig Patrick
Ewing og Larry Bird sem síðar verða
gerð skil.
Hann var í hópi þeirra sem Jón
Kr. Gíslason valdi í heimsliðið (ásamt
Pippen, Barkley, Olajuwon og
O’Neal - 2. tbl. bls. 21).
Hann er ekki einn af þeim sem
mest ber á þegar fjallað er um NBA-
deildina. Líklega er það vegna þess
að hann keppir fyrir Utah. Fjölmiðlar
eru ekki eins ráðandi þar og víða
annars staðar. Þess vegna er stund-
um talað um að „inni í landi“ sé í fel-
um einn leiknasti körfuknattleiks-
maður sem þekkst hafi, einkum í
sendingum. Enginn bakvörður hefur
leikið eftir honum að eiga yfir þús-
und stoðsendingar fjögur ár í röð! Á
þeim árum var hann valinn í úrvalslið
NBA-deildarinnar (NBA All-Star).
Hann sker sig dálítió úr hópi
þeirra bestu: Hann er hvítur og „að-
eins“ 185 sentímetrar á hæð. Hann
segist alltaf hafa verið minnstur
þeirra sem stunduðu körfuknattleik.
Pess vegna hafi hann orðið að æfa
sig mjög vel. Sem strákur hafi hann
t.a.m. raðað stólum sem hindrunum
í litla íþróttahúsinu „sínu“, slökkt
Ijósin og rakið knöttinn milli þeirra
tímunum saman.
Hann er orðinn þrítugur en var
samt í byrjunarliði Utah Jazz í öllum
82 leikjunum 1992-1993 - „stal“
knettinum alls 199 sinnum, sendi
hann 987 sinnum til samherja sem
skoraði og setti sjálfur 15,1 stig að
meðaltali í leik. 1988 átti hann 1128
stoðsendingar og hnekkti meti Isiah
Thomas í deildinni. 1991-1992 var
meðaltal hans í slíkum sendingum
13,7 í leik, hærra en nokkur annar í
RISINN
NBA náði, og þá „stal“
hann knetti að meðaltali
2,96 sinnum í hverri viður-
eign, oftar en öðrum
tókst.
Það er ekki út í bláinn að
hann hefur verið nefndur „litli
risinn" („Little Big Man“) þegar
fjallað hefur verið um bandarísku
úrvalsdeildina.
Æ S K A N 3 5