Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Síða 60

Æskan - 01.03.1994, Síða 60
Umsjón: Hafþór Kristjánsson 15 ára. PRÓFRAUN HETJUNNAR („Hero’s Quest - Quest for Glory“) Leikir frá Sierra eru margir góðir en að mínu mati eru prófraunaleikirnir bestir („Quest for Glory"). Ég ætla að fjalla bæði um nýju og gömlu útgáfuna af Prófraun hetjunnar, 1. hluta. Sú gamla er frá 1989 og var þá meðal þeirra leikja sem seldust mest hjá fyrir- tækinu. Nýja útgáfan er frá 1992. Hún er í VGA-grafík en sú fyrri í EGA. Ég tel að leikurinn hafi verið gefinn út að nýju til þess að nýta þær vinsældir sem fyrri útgáfan naut, líklegt hafi þótt að þeir sem höfðu keypt eða reynt hana vildu kaupa þá nýju. Mér finnst hún raunar miklu betri en sú gamla. Munurinn er sá að áður þurfti að skrifa allt það sem óskað var að persón- an gerði en nú er músin aðallega notuð eins og í flestum nýjum Sierra-leikjum. Sagan er sú sama í báðum leikjunum. Hún fjallar um mann sem hefur það hlut- verk að útrýma öllum stigamönnum úr ríki Stefáns baróns og að fella vondu nornina Baba Yaga. Að öðru leyti má segja að leikandinn ráði hvað hann gerir. í byrjun leiksins má velja á milli þess að verða bardagamaður, töframaður eða þjófur. Sjálfur vel ég þjófinn. Bardaga- maðurinn er sterkastur og bestur í ná- vígi, töframaðurinn vitrastur og getur lagt álög á óvini í fjarlægð. Ólíkt bardaga- manninum, sem berst með sverði og ver sig með skildi, berst hann með hnífi í ná- vígi (það gerir þjófurinn líka). Þjófurinn er lævís og leikinn við að spenna upp læst- ar dyr og læðast fram hjá óvinunum til að forðast bardaga. Eftir valið er æskilegt að gefa persón- unni nafn. Þú mátt auka við hæfileika hennar ef þú vilt en það er raunar óþarft í byrjun því að hún eflist eftir því sem líð- ur á leikinn og þeim mun meira sem hún æfist í því sem tekist er á við. Tilvalið er að æfa hana áður en lagt er í hætturnar, t.a.m. með því að klifra í trjám eða klett- um. Þegar allt er tilbúið getur leikurinn hafist. Þá er byrjað í Leikjaborg („Spiel- burg“). Ég get leiðbeint áhugasömum byrj- endum við að verða sér úti um peninga í leiknum á auðveldan hátt: Ein leiðin, sem fara á, liggur út úr borginni og áfram upp frá henni. Þá koma í Ijós gamalt hús og stórt tré með hreiðri. í gömlu útgáfunni þarf að rita „climb tree“ ef þjófurinn er á ferð, „cast fetch“ eða „throw rock“ ef það er töfra- maðurinn, „throw rock“ ef bardagamað- urinn er staddur þar. I nýju útgáfunni þarf einungis að skipa með músinni og velja helgimyndir. í hreiðrinu er hringur. Ef þér tekst að ná honum áttu að fara með hann inn í húsið og láta konuna þar hafa hann. Þá færðu sex gullpeninga. Önnur leið er sú að fara út úr bænum og inn í skóg og fella svartálf eða mann sem ræðst á þig með spjóti; hirða síðan fé þeirra. Einnig dugar að fá vinnu í kastalanum - og enn fremur að tína sveppi og blóm og selja konunni í húsinu hjá trénu á hverjum degi sem líður í leiknum. Ó, fyrirgefið! Þetta minnir mig á að segja ykkur frá því að í leiknum líða dag- ar og nætur eins og í raunveruleikanum. Persónan þarf að sofa um nætur og nærast á daginn. Hún getur líka lagt sig í 10, 30 eða 60 mínútur ef með þarf. Ég held að þetta nægi og þið verðið reiðubúin til leiks ef færi gefst! 6ETRAUN Dregið verður í janúar-getrauninni fyrir 4. tbl. TIL LE5ENDA Sendið mér bréf um allt sem ykkur þykir mega betur fara í þættinum - hvort ykkur finnst eitthvað vanta og einhverju eigi að breyta. Ég mun gera mitt besta til að bæta úr því. Ef þið eigið myndir eða Ijósrit af myndum úr leiknum „Quest for Glory ll“ bið ég ykkur að Ijá mér þær. Látið mig vita ef þið viljið að ég fjalli um einhvern sérstakan leik eða tölvu. Sendið mér þá gjarnan myndir og dæmi um brögð í leiknum. Ykkur er ávallt frjálst að teikna og lita myndir úr tölvuleikjum og senda mér til birtingar í Æskunni (en ég get ekki lofað að birta þær allar). Hafþór Kristjánsson, Sjávargötu 5, 225 Bessastaðahreppi. 6 0 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.