Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 4

Æskan - 01.04.1994, Síða 4
LÝÐVELÞISSTOFNUNIN Eflaust vitið þið öll aó eftir fáeina daga verður lýð- veldið ísland fimm- tíu ára, í skólum og fjölmiðlum hefur verið fjallað um stofnun lýðveldis á íslandi 17. júní 1944, sjálfstæðis- baráttuna, hug- sjónir fólks og drauma, lífshætti og veruleika á þeim árum. í raun var íslenska lýðveldið end- urreist á Þingvöllum 1944. Það var stofnað 930 af frjálshuga forfeðrum okkar - á þeim sama stað. Fyrir hálfri öld ritaði Guðjón Guð- jónsson, þá ritstjóri Æskunnar, grein í blaðið okkar. í henni lýsir hann af næmleik þeim tilfinningum sem bærðust í brjósti fólks. Því á vel við að birta hluta hennar hér: VEGAMÓT „Dagana 24.-26. júní 1930 var há- tíð haldin á Þingvöllum við Öxará, hinum fagra og fornhelga stað, og mun hún öllum minnisstæð er við voru. Nær þrjátíu þúsundir manna sóttu samkomuna eða um þaó bil fjórði hver maður á landinu. Hátíðin var haldin til að minnast þess ein- stæða atburðar að þá voru liðin þús- und ár frá því er Alþingi var sett á þessum stað í fyrsta sinni og stofn- aó með lögum frjálst og sjálfstætt lýðveldi á íslandi. Nú er fyrirhuguð önnur þjóðar- samkoma á Þingvöllum 17. júní sem vonandi er að ekki stafi minni Ijómi af en Alþingishátíðinni 1930. Þá eiga að rætast óskadraumar vormanna íslands, foringjanna í frelsisbarátt- unni á þessari öld og síðastliðinni, draumurinn um það að ísland verði aftur frjálst og sjálfstætt ríki. Þá á að endurreisa íslenska lýðveldið á Þing- völlum. NÝR DAGUR RENNUR Mér er í fersku minni eitt atvik frá hátíðinni á Þingvöllum árið 1930 og sennilega er svo um fleiri. Tveir dag- ar hátíðarinnar voru liðnir og aðfara- nótt hins síðasta voru margir á ferli. Veður var eins fagurt og framast varð á kosið, milt og hlýtt. Litadýrð sólarlagsins var máð og kulnuð og hálfgagnsæ húmblæja sveipaði hraunið og fjöllin. Kyrrðin var svo djúp að eyrað nam fremur en heyrði nið vatnanna sem ár og síð falla óséð fram undir úfnu yfirborði hraunsins, þungum og óstöðvandi straumi. Er leið að óttu braust skyndilega gullinn bjarmi fram undan Ármanns- felli og breiddist óðfluga um aust- urloftið. Fjalla- skuggarnir urðu djúpbláir og purp- uralitir og svo brunaði sólin fram undan feilinu. Mannfjöldinn, sem vakað hafði í tjaldborginni, varð eins og töfrum bundinn og frá sér num- inn, heillaður af fegurð hins rísandi dags. í dreymnum fagnaðarsvip mannanna mátti lesa meira eða minna Ijóst hugboð um að þessi dýrðlegi morgunn væri tákn þess að nýr dagur í þjóðlífi íslendinga væri að renna, bjartur og fagur. Allir góðir íslendingar, ungir og gamlir, munu sameinast í þeirri ósk að þetta hugboð rætist og leggja til þess alla orku sína, manndóm og drengskap. En mestu máli skiptir hvernig hin unga og vaxandi kynslóð bregst við og rækir skyldurnar við sjálfa sig og ættjörðina. Ef hún legg- ur sig alla fram í hverju góðu máli og lætur jafnan vitið, drenglyndið, hóf- semina og mannúðina vera Ijós á vegum sínum mun þjóðinni farnast vel. Þá mun lýðveldishátíðin á Þing- völlum verða vígsluhátíð nýrrar og fagurrar gullaldar." (Grein Guðjóns Guðjónssonar ritstjóra ÍÆskunni, 6.-7. tölublaði 1944. Stytt). 4 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.