Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 12

Æskan - 01.04.1994, Side 12
FIOLSKYLDUSKEMMTUN í VINABÆ Sumardaginn fyrsta síðastliðinn var haldin fjölskylduskemmtun í Vinabæ, Skipholti 33, í boði Ung- lingareglunnar og Vinabæjar. Að- gangur var ókeypis og margt gert til gamans. Skemmtiatriðum stjórnuðu Edda Björgvinsdóttir og Bella. Fram komu margar vinsælar persónur, s.s. Trítill og félagar, Mókollur umferðarálfur - og kynjaverur úr Skilaboðaskjóðunni og Ronju ræningjadóttur. Raddbandið söng og sprellaði, Kristbjörg Sunna söng Maístjörnuna og Bella litla sagði sögur af sér og fjölskyldunni. Litla Skotta og Sossa léku sér með börnunum. Húsfyllir var og áhorfendur, ungir sem gamlir, létu fögnuð sinn óspart í Ijós. Tilgangur Unglingareglunnar og stjórnar Vinabæjar með þessari sumardagsgleði var að gefa allri fjöl- skyldunni kost á að skemmta sér saman án áfengis og annarra vímu- efna, draga úr kynslóðabili og sanna að fólk á öllum aldri getur átt ánægjustundir saman. Mókollur umferðarálfur. Bella og Sossa. Fólk á öllum aldri flykktist á fjölskylduskemmtun Unglingareglunnar og Vinabæjar. Dvergarnir úr Skilaboðaskjóðunni. Raddbandið söng og sprellaði. 1 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.