Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 13

Æskan - 01.04.1994, Side 13
Mamma: Varstu nú stillt og hæversk í afmæli vinstúlku þinnar í gær? María: Já, þaö var ég, mamma. Mamma: Og baðstu aldrei um neitt oftaren einu sinni? María: Nei, það gerði ég sannarlega ekki. Ég bað bara einu sinni en ef enginn sinnti því þá tók ég bara það sem mérsýndist. Kennarinn: Nú skuluð þið heyra reikningsdæmi, drengir mínir. Ef þið átta eigið í sam- einingu 48 epli, 32 perur, 56 plómur og 16 jarðarber, hvað fær þá hver ykkar? Friðrik: Magaveiki! Hans litli: Má ég spyrja þig að nokkru, pabbi minn? Pabbi: Já, hvað er það, drengur minn? Hans: Hvar er vindurinn þegar hann blæs ekki? Frúin: Bráðum verður mik- ið dans-samkvæmi hér heima hjá okkur, Margrét, og þá verðið þér að koma þannig fram að ég hafi sæmd af elda- stúlkunni minni. Eldastúlkan: Pér megið vera alveg áhyggjulausar út af því, góða frú! Dans er besta skemmtunin sem ég þekki! —* Karl (við morgunverð): Heyrðu, amma! Stækka gler- augun þín mjög mikið? Amma: Já, það gera þau, drengur minn. Karl: Viltu þá ekki gera svo vel að taka þau af þér meðan þú skerð eina brauðsneið handa mér? Pabbi: Ég skil ekki hvað gengur að úrinu mínu. Ég verð víst að fara með það til úrsmiðsins. Jói: Pess þarf ekki, pabbi minn, því að við Sigga systir mín þvoðum það svo vel inn- an með sápuvatni í dag! Frúin (í bókabúð): Ég ætla að biðja yður, herra bóksali, að selja mér og senda heim til mín bækur fyrir tuttugu þús- und krónur. Bóksalinn: Sjálfsagt, frú. En hvaða bækur eiga það að vera? Frúin: Pér ráðið því. Pað er bara nauðsynlegt að þær séu grænar á kjölinn því að vegg- fóðrið í stofunni er rautt og þeir litir finnst mér alltaf fara best saman. Kennarinn: Nú er ég búinn að skýra fyrir ykkur málshátt- inn: Brennt barn forðast eld- inn. Getur nokkurt ykkar fundið annan málshátt líkan þessum? Pétur litli: Já, mér datt einn í hug: Þvegið barn forðast vatnið. „Ó, hvað hér er fallegt," sagði lítil stúlka úr Reykjavík þegar hún kom út í Viðey. „Hér er miklu fallegra en á ís- landi.“ Húsbóndinn: Ósköp ert þú latur og daufur í dag, drengur minn. Smalinn: Pað er engin furða. Mig dreymdi í alla nótt að ég væri að eltast við ærnar uppi um fjöll og firnindi svo að ég er ekki nærri því búinn að ná mérenn þá!” Kennarinn: Getur þú sagt mér, Páll minn, hvaða munur erá varfærni og hugleysi? Palli: Þegar ég sjálfur er hræddur þá er ég varfærinn en þegar aðrir eru hræddir þá eru þeir huglausir. Bókaverðir í safni einu í Bandaríkjunum tóku eftir því að drengur kom þangað á hverju degi og fékk alltaf sömu bókina til að líta í. Hann fletti upp einni opnunni, horfði snöggvast á hana, rak svo upp hlátur og skilaði bók- inni aftur. Þeim þótti þetta kynlegar aðfarir og einu sinni tók einn þeirra sig til og gægðist yfir öxlina á drengn- um. Hann sá að hann horfði á mynd af stóru villinauti sem var að elta lítinn dreng. Heyrir hann þá að drengurinn fer að hlæja og segir: „Nei, nú er ég hissa! Boli er ekki búinn að ná honum enn þá!“ Hans: Nú skal ég segja þér nokkuð, Jens. Hún mamma lofaði mér dálitlu í morgun. Ég skal gefa þér það allt ef þú vilt gefa mér helminginn af kökunni sem þú ert með. Jens: Pú mátt eiga helm- inginn. En hverju lofaði mamma þér? Hans (þegar hann er búinn með kökuna): Hún lofaði mér duglegri flengingu! Helga: Hver er þessi lag- legi, ungi maður sem er að syngja: Eg elska hafið? Anna: 0, það er hann Jónas sem var sjóveikastur af öllum þegar við fórum yfir röstina. ÓHEPPILEGT STÖKK - Gamanmynd í fjórum sýningum - ^ J Iíwmí ii ii^'1 í 1 'í Æ S K A N 13

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.