Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 19

Æskan - 01.04.1994, Síða 19
Fimm verða valdir úr hópnum til að koma fram á skemmtuninni. Þar verð- ur valinn sigurvegari sem keppir á lokahátíðinni ásamt þeim sem hlut- skarpastir verða á hinum skemmtun- unum.“ - Og við veitum verðlaun ... „Allir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Þeir sem syngja á skemmtununum fá bók og geisladisk. Sá sem ber sigur úr býtum á lokahá- tíðinni hlýtur glæsilegan vinning. í hans hlut koma líka hljóðverstímar til upptöku á lagi sem sett verður á safn- plötu. Auk þess gildir aðgöngumiðinn í happdrætti. Heppinn gestur hreppir far með Flugleiðum til Kaupmanna- hafnar fyrir sig og aðra í fjölskyldunni!" KYNNING - Hvernig geta krakkar fylgst með því hvenær von er á Fjörkálfunum? „Við dreifum veggspjöldum með upplýsingum og kynnum þetta með ýmsu öðru móti. Svo getur þú birt áætlun eins og hún er núna. Við von- um að hún standist." - Einmitt. Ég nefni þetta líka í 5. tbl. Það kemur út um 20. júlí. „Fínt! Við minnum raunar óbeint á þessar skemmtanir því að lag, sem við flytjum og heitir Allir í fjöriðl, verður á safnplötu sem kemur út í júní.“ - Úrslitakeppnin fer fram á lokahá- tíðinni í ágústlok... „Já, við höfum gert ráð fyrir að hún verði í Reykjavík 28. ágúst en því gæti seinkað ef mikill áhugi reynist á þessu og við verðum beðnir að skemmta víð- ar en nú hefur verið ákveðið.“ - Einhver orð að lokum ...? „Við hlökkum mikið til ferðalagsins með hinum Fjörkálfunum og sérstak- lega til að hitta krakkana og fjölskyldur þeirra. Við ætlum að gera þessa tveggja tíma dagskrá vel úr garði. Þó að við séum stundum dálitlir jólasvein- ar - eða júlísveinar á þessum árstíma! - viljum við núna vanda okkur við að vera skemmtilegir!" FJÖLSKYLDUSKEMMTANIR FJÖRKÁLFANNA SÖNGVARAKEPPNI ÆSKUNNAR 9. júlí: Siglufjörður 10. júlf: Akureyri 16. júlí: Egilsstaðir 17. júlí: Höfn í Hornafirði 23. júlí: Patreksfjörður 24. júlí: Hnífsdalur 6. ágúst: Selfoss 7. ágúst: Vestmannaeyjar 13. ágúst: Miðgarður 14. ágúst: Akureyri 20. ágúst: Keflavík 21. ágúst: Stykkishólmur 28. ágúst: Lokahátíð í Reykjavík Eflaust verða margir til að fylgjast með Fjörkálfunum - kannski líka þessir krakkar... Alltaf nóg að gera við að rita með eigin hendi... v"3. 71 á jp Hemmi í sjónvarpsal með dyggu stuðn- ingsfótki sinu. ,m irtSta 'V'* f-m Æ S K A N 7 9

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.