Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 36

Æskan - 01.04.1994, Síða 36
Umsjón: Hafþór Kristjánsson 15 ára. Sjávargötu 5, 225 Bessastaðahreppi. Sagan hefst þar sem 2. hluti end- ar. Hægt var að nota hetjuna, sem valin var í fyrsta hluta, aftur í öðrum þætti og nú enn í þeim þriðja. En einnig má velja hetju að nýju. Valið er milli galdramanns, þjófs og bar- dagamanns. Leiknum má líka Ijúka á þrjá vegu eftir því hvaða hetja er val- in. í byrjun er sýndur endir 2. þáttar. Hetjan á að hafa fellt Ad Avis. Þó er það ekki fullljóst. Tveimur mánuðum síðar ræða Ijónamaðurinn Rakeesh, töfrakonan Aziza og hetjan um fall Ads. Þá fær Rakeesh skilaboð með göldrum um að snúa fljótt til síns heima því að stríð sé í vændum. Rakeesh á heima í konungsríkinu Tarna. Hann biður hetjuna að fara með sér til að koma á friði. Töfrahlið opnast og þeir ganga inn í landið sem ekki er ósvipað Afríku. Þar eru eyðimerkur, sléttur og skógar. Nú kemur stjórnandinn til sögunnar. Hann á að komast að því hvað veld- ur stríðinu og reyna að koma í veg fyrir það. Spurningunni um hvað varð af Ad Avis fæst svarað ef stjórnandanum tekst að Ijúka leiknum. Leikurinn er gerður fyrir 286,12 mhz. hið minnsta með 640 k í minni, VGA-litaskjá og harðan disk. VERÐLAUN í ÚETRAUN sem birt var í 1. tbl. 1994: Rétt svör: 1. Fellir alla óvini á skjánum. 2. JNYGVREQ 3. Ökuþór („Road Blasters'1) 4. Sérsveitinni („Special Forces") 5. íþróttakeppnin („Track And Field“) Tveir hljóta verðlaun: Leik að eigin vali frá Tölvulandi, Borgarkringlunni í Reykjavík. Hjalti Snær Ægisson, Birkibergi 16, 220 Hafnarfirði. Viðar Örn Pálsson, Miðtúni 45, 400 ísafirði. PRÓFRAUNALEIKIRNIR ■ („Quest for Glory“) AÐ STÖÐVA STRÍÐ („The Wage of Wan“) Einkunn PCA PCA „speeker" „Sound Blaster" Hljóð 25% 81% Grafík 89% 89% Skemmtun 78% 79% Fullkomnun 69% 85% Meðaltal 65,3% 83,5% 3 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.