Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 40

Æskan - 01.04.1994, Blaðsíða 40
Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson POPPHOLFIÐ OUEEN Halló, Popphólf! Við viljum leiðrétta nokkrar villur sem komu fram i grein um Queen. i fyrsta lagi var það ekki smáskifan „Earth" sem hljómsveitin Smile (siðar Queen) sendi frá sér heldur hét hún „Gettin’ Smile" og var sex laga, eitt af þeim var lagið „Earth". Freddie Mercury hét upphaflega Farookh Bulsara og var indverskur en hann fæddist á eynni Sansibar við austurströnd Afríku. Þaðan fluttist hann átta ára til Indlands og átján ára til Englands. Tim Staffell söngvari Smile var með Freddie i Ealing Collage of Art og kynnti hann fyrir Brian May og Ftoger Taylor. Aðalnáms- grein Freddie var myndskreyting en ekki fata- hönnun. Þegar Smile hætti varð Freddie söngvarinn 1970 og breytti nafninu i Queen. Eftir mikla leit 1971 fundu þeir bassaleikarann John Deacon. Platan „The Game" náði miklum vinsæld- um bæði i Bandaríkjunum og Bretlandi. Okkur finnst líka asnalegt að kalla lagið „Anotherone Bites the Dust" „vélvæddan diskóslagara". Flest hljóð voru gerð á gitar en ekki hljóm- borð. Platan „The Works” var ekki sérstök tölvu- poppplata. Á henni voru aðeins tvö lög sem minntu á tölvupopp. Það má ekki búast við miklu af Queen á plötunni „Innuendo". Kvartettinn var farinn að eldast og söngvarinn kominn með lokastig eyðni. „Capricorn & Virgo". Svar: 1969 kom á markað plata með Smile. Á hlið A var lagið „Earth“. Á B-hlið var lagið „Step on Me“. Útgáfunúmer þessarar tveggja laga plötu er 72977 hjá Mercury. Hægt er að kaupa hana í safnarabúðum erlendis á röskar fjögur þúsund krónur. Þetta er eina platan með Smile sem finnst í plötusafnaralistum. Við flettum upp í hátt í hundrað bókum til að kanna hvað þar kæmi fram um nafn Fredda. Öllum bar saman um að skírnarnafn hans væri Frederick Bulsara. Þessar bækur eru ensk- ar, bandarískar, danskar og sænskar. Þó er möguleiki að á Sansibar sé þetta nafn skrifað á annan hátt. Platan „The Game“ náði efsta sæti vinsældalistanna beggja vegna Atlantshafsins. Þetta var fyrsta Queen-platan sem náði þessum árangri. Sérkenni diskómúsíkur er vél- rænn taktur sem lagið hvílir á. Þetta sérkenni skipar „Anothero- ne Bites The Dust“ í flokk diskós. Það er ekki gítarinn heldur bass- inn sem er í forystuhlutverki í umræddu lagi. Aðallögin í „The Works“ („Radio Ga-Ga“ og „I Want to Break Free“) báru sterkan svip af tölvupopptísku áranna 1982- 1983. Það þótti saga til næsta bæjar þegar tillit var tekið til þess að lengst af reyndi Queen-kvartettinn að velja sér stað í þungarokksdeildinni. Til gamans má geta þess að í minningar- grein sem við rákumst á um gítarleikarann Frank Zappa er vitnað í viðhorf hans til gítar- leiks. Hann taldi landa sína í Bandaríkjum Norður-Ameríku einblína um of á hraðan gít- areinleik. Hraðinn væri í raun aukaatriði þó að hann vitnaði um fingrafimi. „Besti gítarleikarinn," sagði Zappa, „er sá sem gefur í skyn, leyfir áheyrandanum að skynja að hann ráði við gríðarmikinn hraða en sé ekkert að hraða sér að óþörfu. Gítarleikur- inn á að vera eins og Ijóðagerð. Ljóðskáldið tjáir sig ekki með berorðum lýsingum, einföld- um slagorðum eða fátæklegu götumáli. Það hjúpar boðskap sinn myndrænu líkingarmáli og gefur skáldverkinu dýpt og dulúð. Þannig virkjar það ímyndunarafl lesandans og gerir hann að þátttakanda. Sá gítarleikari, sem hef- ur fullkomið vald á slíkum gítarleik, heitir Brian May og spilar í ensku hljómsveitinni Queen.“ mam cmwi Umsjónarmaður Popphólfs! Viltu vera svo góður að birta veggmynd með Mariah Carey og einnig einhverja fróð- leiksmola? Sunna Helgadóttir. Maria Carey Svar: Fyrsta plata Maríu Carey hét einfaldlega nafni hennar. Hún kom á markað 1990. Dóm- ar voru mjög lofsamlegir: „Ný Whitney Hou- ston!“ og fleira í þeim dúr. Stjórnendur plötuútgáfufyrirtækisins, Sony, virtust sannfærðir um að María væri „ný Whitney Houston". Platan var auglýst svo mjög að hún hefði orðið metsöluplata óháð því hversu góð eða léleg hún var. Skýringin á trú þeirra á Maríu kann að leynast í þeirri staðreynd að hún er gift for- stjóra þessa fyrirtækis! Að minnsta kosti hefur það ekki skemmt fyrir áhuga þeirra á þlötum hennar... Platan seldist í níu milljónum eintaka (þrisvar sinnum meira en plata Bjarkar, „Debut"). Allar fjórar smáskífurnar með lögum af plötunni flugu líka í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Þar með var hún komin í svipaða stöðu og Michael Jackson hvað vin- sældir varðar. Einhæf músík er helsti þröskuldur Maríu í að halda við langvarandi vinsældum. Hún lék því sterkan leik þegar hún gerði órafmagnaða („unplugged") plötu fyrir sjónvarpsstöðina MTV. Styrkur hennar er sá að hún hefur mjög sterka og agaða söngrödd. Hún semur líka flesta söngva sína sjálf og ræður vel við það. 4 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.