Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1994, Síða 43

Æskan - 01.04.1994, Síða 43
FRAMHALDSSAGA LESENDA: OF VENJULEGT - EÐA... / 10. kafla var Hlíf á leið til galdrakonurmar Fúgu - til að skila henni hvítum hundi sem í raun var nornin Dranda. Slanga beit hana og hún varð máttlaus. í byrjun 11. kafla kom Kári, strákurinn á hestinum, að henni. Þá hafði hún jafnað sig en var þó dofin í öðrum fætinum. Þau héldu áfram ferðinni saman en féllu niður um gat þegar falinn hleri opn- aðist og runnu á fleygiferð niður hlykkjótta braut... 12. kafli Loksins tók þetta enda. Við skull- um niður á gólf. Lendingin var harkaleg. Mig svimaði eftir þessa einkennilegu hraðferð en tókst þó að standa upp. Á gólfinu lá Kári. Ég togaði hann á fætur. „Vá! Sjáðu!“ hrópaði hann og benti í átt að rauðglóandi hurð. „Já,“ svaraði ég. „Það mætti halda að við værum komin hálfa leió niður í Víti!“ „Þið eruð það!!“ hrópaði einhver grimmileg rödd sem heyrðist í gegnum hurðina. Dyrnar opnuð- ust. Við gengum inn. Við stóran pott stóð eitt- hvert skrímsli. Það líktist helst erni en var með langan hala í stað stéls, hendur í stað vængja og sundfit í stað fóta. Stórt og langt horn stóð út úr fuglshöfði þess. Ég ætl- aði að snúa við en tók þá eftir því að dyrnar höfðu lok- ast. Dýrið tók til máls: „Svo að þið ætlið að hitta Fúgu. Það fáið þið aldrei, aldrei nokkurn tímann!“ „Aldrei - hvernig ætlar þú að sjá til þess, fuglinn þinn? Þú gætir varla breytt þessum steini þarna í út- gönguleið!" sagði Kári. Neistaflugið stóð úr augum skrímslisins. „Víst get ég það! Líttu á!“ öskraði það. Það lyfti höndum og muldr- aði eitthvað óskiljanlegt. Skær birta barst okkur. Kári var fljótur að átta sig: „Fljót, hlauptu!" Við tókum á sprett. Að baki okkur heyrðust reiðióp fuglsins. „Úff, okkur tókst það!“ sagði ég. „Hvernig datt þér þetta í hug?“ „Maður las nú og hlustaði á ýmis ævintýri þegar maður var ungur!“ svaraði hann. Nú blasti höll Fúgu við okkur í annað sinn. Við gættum okkur á hler- anum og tókst að berja að dyrum og komast slysalaust inn. Við gengum að hásæti Fúgu. Þar sat hún með hundinn Dröndu í fanginu. „Góðan daginn!" sagði hún hlý- lega og brosti. „Ég er búin að fá hana Dröndu mína aftur. Það er ykk- ur að þakka. Mér þótti alltaf vænt um hana eins og mæðrum þykir um börn sín. Þó að hún sé vond á hún eftir að batna. Nú breyti ég henni aftur í manneskju." Hún gerði það. En Dranda líktist ekki þeirri norn sem ég hafði séð. Hún var ekki illileg á svip, hún var góðleg. Þetta kom mér á óvart. Hún var reyndar fremur lagleg. Dranda tók til máls: „Þakka ykkur fyrir. Ég hef verið vond, það er satt, en ég var undir á- lögum sem vondur galdrakarl lagði á mig þegar ég neitaði að giftast hon- um. Nú verðið þið að gera eitt fyrir mig. Þið verðið að fara í höll galdra- karlsins, brjóta staf hans og rífa hatt hans. Þetta verður að gera innan tólf daga. Annars breytist ég aftur í hina vondu norn Dröndu og þriðja heims- styrjöldin mun skella á í mannheim- um af mínum völdum. Fljót! Leggið strax af stað. Munið: Aðeins tólf dagar.“ Við Kári gengum út. Ég sem hélt að verkefnum mínum væri lokið! „Drífum okkur!“ kallaði Kári sem var þegar kominn langt á undan mér. Ég hljóp af stað í átt að honum en datt og vissi ekki af mér fyrr en ég rann niður bratta fjallshlíð ... Framhaid óskast! Þennan kafla samdi Guðný Jóna Kristjánsdóttir 12 ára, Brávöllum 9, 640 Húsavík. Hún fær tvær bækur að laun- um. Sem fyrr var okkur vandi á höndum að velja úr ágætum tillögum að framhaldi sögunnar. En enn höldum við áfram og sjálfsagt er að reyna aftur við að semja nýjan kafla. Allir, sem senda þetta efni, fá bók fyrir vikið. Hana skal velja af listanum sem fylgir þrautinni, Lestu Æskuna? Nú finnst mér að megi líða að lokum sögunnar. Munið að senda a.m.k. eina vélritaða síðu eða tvær handskrifaðar. Framhald þarf að berast fyrir 15. júní nk. Merkið bréfið þannig: Æskan - Of venjulegt - eða..., pósthólf 523,121 Reykjavík. Æ S K A N 4 3

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.