Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1994, Qupperneq 49

Æskan - 01.04.1994, Qupperneq 49
myndband við nýja lagið okkar, „More to This World“. Þar náðum við okkur í lit með- an kvikmyndað var. Það var samt allt vinna, vinna, vinna. T: Við vorum heppnari núna en þegar fyrsta myndbandið var tekið upp, við lagið „Don't Talk About Love“. Það átti að gera á Ítalíu en sólin lét ekki sjá sig svo að við þurftum að æða til Mallorca með allan út- búnað. - Þið eruð þá mikið á ferð og flugi... Allir: Já. T: Við erum á kynningarferðalagi um Bretland þessa dagana til að kynna nýju smáskífuna og plötuna sem kemur út í júní. M: Við höfum verið á ferð og flugi í margar vikur og varla náð að sofa sex tíma á nóttu. Þetta er einn af fyrstu rólegu dög- unum, ekki nema eitt viðtal og einn sjón- varpsþáttur. D: Við höfum nú þegar komið fram í Þýskalandi, Belgíu, á Ítalíu og Spáni. Við förum í tónleikaferðalag um Japan í júlí og líklega um Bretland í september og október. Eftir það er stefnan tekin á Norðurlöndin. - Einhver möguleiki að þið komið til (s- lands? M: Vonandi! Ég legg inn sérstaka beiðni... D: Mig langar til að koma til íslands og ekki væri verra að geta skellt sér á skíði í leiðinni. - Það hefur lítið heyrst í ykkur síðan þið gáfuð út smáskífuna „Walking on Air“ fyrir jól. Núna, ári eftir að þið byrjið, kemur fyrsta breiðskífan út. Hvers vegna þessi bið? T: Við vorum ekki ánægðir með lögin Matthew James Pateman - f. 14.5. 1971. Hlutverk: Aðalsöngvari. Lýsing: Ég hef mikla sköpunargáfu og listhæfileika. Ég get verið mjög viðkvæmur, þrjóskur og um- hyggjusamur. eins og þau voru svo að við hljóðrituðum mörg þeirra aftur og breyttum þeim. M: Lögin voru ekki í okkar stíl. Nú eru þau danstónlist og þannig viljum við hafa þau. Fólk í Bretlandi og víðar í Evrópu er farið að hallast að slíkri tónlist. Þar er stærsti markaðurinn og þar viljum við vera. - Hvað um samanburð við aðrar hljóm- sveitir, svo sem Take That og East 17? Verðið þið þreyttir á honum? T: Já! Fólk var alltaf að bera okkur sam- an við þessar hljómsveitir, sérstaklega í byrjun, en núna er það farið að átta sig á að hver hljómsveit hefur sinn persónuleika, sína tónlist og sína ímynd. M: Okkur fannst samt heilmikið hrós að vera bornir saman við Take That í byrjun því að þeir voru orðnir mjög vinsælir þá. AÐDÁENDUR UM ALLAN HEIM - Aðdáendaklúbbar hljómsveitarinnar eru starfræktir í mörgum löndum. í þeim eru tugir þúsunda félaga... D: Já, þeir eru úti um allan heim, meira að segja í Ástralíu. Stærsti klúbburinn er samt hér í Bretlandi. - Tyggir aðdáendur bíða við heimili ykk- ar og elta ykkur á röndum ... T: Það er hálf-skrýtið en oft vita þessar stelpur betur en við hvað við eigum að gera. Þegar ég vakna get ég jafnvel stungið höfðinu út um gluggann og spurt hvað við eigum að gera þann dag og þær segja mér það! Alastair John Begg (Ally Begg) - f. 21.8. 1972. Hlutverk: Ég er bara einn af strákunum og reyni að standa báðum fótum á jörðinni. Ef einhver þeirra ætlar að setja sig á háan hest er ég fyrstur til að toga hann niður aftur. Sjálfslýsing: Elskulegur, snotur og kyssilegur. D: Aðdáendaklúbburinn sendir upplýs- ingar um ferðir okkar svo að stelpurnar vita alltaf hvað er á döfinni. Plötufyrirtækið er líka með símsvara. M: Þær sem eru hér fyrir utan eltu mig að heiman í morgun! D: Það er skrýtið þegar allar þessar stelpur öskra og stundum gráta þær og það líður yfir þær þegar þær sjá okkur. Furðulegt, er það ekki? Nú kemur Alli og lýsir því yfir á sinni syngjandi skosku að hann hafi brotið fingur. Hinir glettast við hann og segja að honum sé nær - hann ætti ekki að vera í körfubolta svona lélegur! Þeir gera grín hver að öðrum með smáskotum en allt er í góðu og greini- legt að þeir eru mjög góðir félagar. SEMJA DANSANA SJÁLFIR - Eru lögin á plötunni eftir ykkur? T: Nei, reyndar ekki. M: En við höfum unnið mikið í hljóðveri undanfarna mánuði og samið og tekið upp okkar eigin lög. Við eigum nóg efni á aðra plötu sem vonandi kemur út fyrir næstu jól. - Þið dansið sérstök spor við hvert lag. Semjið þið dansana sjálfir? Allir: Já. M: Viö fengum danshöfund til að vinna með okkur í byrjun en það tókst ekki enda vitum við best hvað við getum eða getum ekki. Með því að semja sjálfir er öruggt að við reynum ekkert sem er okkur ofviða. - Þið eruð mikið saman. Hvernig er samkomulagið? T: Við erum góðir vinir og þekkjum hver annan vel. Ef við uppgötvum til dæmis að svið er ekki nógu stórt fyrir dansana getum við með augnaráðinu einu ákveðið hvaða sporum við sleppum. Sem betur fer vitum við þó yfirleitt fyrir fram hve stórt sviðið er. - í lokin langar mig til að spyrja hvort þið trúið á Guð og hvort þið biðjið bænir? A: Nei. M: Ég trúi á Guð og bið bænir. Ég bið um heilbrigði og hamingju fyrir mig og mína. T: Mínar bænir eru líka þannig. D: Ég trúi á Guð en verð að viðurkenna að ég bið ekki oft bænir. En ég reyni að hugsa jákvætt og og þakka fyrir allt sem ég fæ, hvort sem það er heilbrigði, frægð eða annað. Nú kom umboðsmaður strákanna og til- kynnti að við yrðum að láta þetta gott heita því að þeir þyrftu að mæta hjá sjónvarps- stöð eftir klukkutíma. Ég kvaddi þessa vingjarnlegu og skemmtilegu stráka sem greinilega höfðu ekki látið frægðina stíga sér til höfuðs. Þeir sögðust vona að þeir gætu farið til íslands í náinni framtíð. Þegar ég gekk út og heyrði óma lag með Bad Boys Inc. ákvað ég að verða fyrst til að kaupa miða á tónleikana ef af íslandsferð þeirra yrði. Æ S K A N 4 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.