Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1994, Side 53

Æskan - 01.04.1994, Side 53
Líkami hundsins Ijóstrar þvi upp hvernig honum er innanbrjósts - hvort hann er öruggur um sig eða óöruggur, glaður, hræddur eða beygður. Hægt er að lesa mikilvægustu skilaboðin úr andliti hunda og af eyrnahreyfingum. En það er ekki alltaf auðvelt. Hundakynin eru fjöl- mörg og hafa allar mismunandi snoppur og eyru. Auk þess eru til margs konar blendingar. EYRUN Eyrun gefa til kynna í hvernig skapi hundurinn er. Sperrt eyru sem beinast fram merkja árvekni eða hótun. Ef þeim er beint til hliðanna er hundurinn óöruggur eða vill sýna vinsemd. Ef eyrun liggja niður er hundurinn hræddur eða reynir að vekja athygli. Sá hundur, sem snýr eyrum aftur, sýnir undirgefni. Merkjamál eyranna er hið sama hjá hundum með lafandi eyru. Ef maður fylgist vel með lærir maður fljótt að skilja það. AUGU OG ANDLIT í andliti (snoppu) hunds er fjöldi smárra vöðva. Þess vegna getur hann sýnt ýmis svipbrigði. Af svipn- um má ráða hvað hundurinn ætlast fyrir og hvort hann reynir að blekkja mann. Ef hundurinn sýnir tennurnar og urrar þegar hann leikur sér en augnaráðið er hlýlegt og hann sveifl- ar skottinu er það til vitnis um að hann er að „plata“ - það er hluti af leiknum. Augu hunds - eins og manns - eru spegill sálarinnar. Gáski, grunur, hlýja, vinsemd, hræðsla, ógnun, ást, allt þetta og enn fleira má sjá í aug- um hans. Hundur sem sýnir tennurnar er alls ekki alltaf reiður. Hann getur líka verið hræddur. Sjálfsöruggur hund- ur, sem sýnir tennur, beinir eyrunum upp og fram. Því hræddari sem hundurinn er þeim mun aftar vísar hann eyrum sínum. LEIKUM OKKUR! Mörgum hundum finnst afar gam- an að leika sér. Hundur, sem vill leika sér, beygir sig að framan en lyftir afturhluta skrokksins. Hann er glaðlegur á svip, næstum eins og hann sé að hlæja! Eltingarleikur og áflog eru eftirlætisleikir. Hundar urra oft og glefsa í leikjum. Það getur virst vera hættulegt en fátítt er að hvor meiði annan ef þeir eru jafn- stórir. Hluti leiksins er líka að hnoð- ast og krafsa hver í annan með loppunum. Krafsið merkir nánast „ég vil að þú verðir vinur minn“ eða „ég þarf að segja þér dálítið". Hundar sýna mönnum trúnaðar- traust með því að nálgast þá og snúa hryggnum að þeim. Heilbrigðir hundar bíta sjaldan. Kjálkar þeirra eru svo sterkir að þeir geta bitið dýr til dauðs. En þeir forð- ast að beita tönnum. Ef truflun hefur orðið á þroskaferli þeirra geta þeir þó orðið grimmir og skeinuhættir. HLJÓÐIN Gelt, urr og ýlfur er líka mál hunda. Misjafnt er eftir tegundum hvaða hljóð þeir nota helst. Varð- og veiðihundar gelta mikið. Sum hundakyn forðast mjög að gefa frá sér nokkurt hljóð. Hundar fylgjast með flokki sínum með því að ýlfra og hlusta eftir ýlfri. Hvolpar ýlfra oft þegar þeir eru Æ S K A N 5 3

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.