Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 22
16
Hugsun.
[Skírnir
ast’við athugun, þá er þó mikill hluti allrar fræðslu feng-
inn frá öðrum. Enginn getur reist allar skoðanir sinar ein-
göngu á því, sem hann hefir sjálfur athugað. í óteljandi
atriðum verðum vér að láta oss nægja að styðja skoðanir
vorar við frásögn annara, munnlega eða skrifaða eða prent-
aða. Og hér kemur freistarinn, fer með mann upp á ofur-
hátt fjall, sýnir honum yfir öll ríki veraldarinnar og þeirra
dýrð með tilboði um að gefa manni það allt, ef maður falli
fram og tilbiðji sig. Þetta gera skólarnir. Þeir bjóða nem-
andanum að eignast öll ríki hugsunarinnar að gjöf, og það
er freistandi að taka á móti gjöfinni. En það er sagt, að
menn eigi ekki að skoða tennur í skenktum hesti. Og þó
er auðsætt, að vissara væri að gera það. Hann gæti verið
svo gamall og stirður, að maður drukknaði á honum í fyrstu
ánni, sem maður riði honum út í. Betra væri að borga
eitthvað fyrir hann, og mega svo skoða upp í hann. Og
bezt af öllu, að maður fengi hann ekki að gjöf, nema með
því skilyrði að maður skoðaði upp í hann. Slika borgun
ætti að heimta af nemöndum fyrir hverja fræðslu. Þeir
ættu ekki að fá fræðslu með öðru skilyrði en því, að þeir
eftir mætti legðu umhugsun og rannsókn á móti. Væri
skólafræðslan fólgin í slíkum viðskiftum milli kennara og
nemanda, viðskiftum, sem gengju fjörugt og ljúflega á báð-
ar hliðar, kennarinn legði fram fræðslu, nemendurnir áhuga
og rannsóknaranda í mót, þá held eg skólarnir væru komnir
á sitt hæsta stig. En einstöku kennurum tekst þetta, og
þeir eru salt jarðar. Áhuginn kemur, þegar fræðslan mætir
spurningum, sem fyrir eru í sál nemandans, eða kemst í
samband við persónulega reynslu hans og athuganir. Kenn-
arinn spyr stundum: »Munið þið það, sem eg sagði ykkur
síðast?« Hann ætti heldur að spyrja: »Hafið þið séð eða
heyrt o. s. frv.?« Með því móti snýst athyglin að því, sem
menn þekkja af sjálfsreynd og því geta dæmt um. Með
hinu mótinu er hætt við, að fræðslan verði kerfi út af fyrir
sig, orðakerfi í meðvitund nemandans, en ekki tengt við
reynslu hans sjálfs. Menn geta tekið með áhuga á móti
fræðslu, án þess að sjálfstæð hugsun vakni, en það er ein-