Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 124
118
Keltnesk áhrif á islenzkar ýkjusögur.
[Skírnir
And he said to his muime: »1 am setting it as crosses,
and as spells, and as the decay of the year on thee;
that thou be standing with the one foot on the great house,
and the other foot on the castle; and that thy face be to
the tempest whatever wind blows, until I return back^1)
íslenzkan lítur hér út eins og þýðing erlenda formálans,
dálítið stytt og slitin af langri munnlegri frásögn.
Víða á jörðinni eru til sagnir um menn, sem bregðast
í líki úlfa eða bjarna eða annara rándýra, þegar þeim
þóknast. Þessar sagnir eru sprottnar af geysi-útbreiddri
trú á hamskiptamátt einstakra manna — trú, sem enn er
algeng með frumstæðum þjóðum og jafnvel víðar og —
hver sem uppruni hennar er — styðst við sérstaka teg-
und geðveiki (lykanthropia). Hér á Norðurlöndum voru
slíkir menn nefndir hamrammir: megnugir þess að skipta
um ham, berserkir: bjarnserkir, úlfhednar: úlfskinnar. Á
síðari tímum hefir hin forna merking þessara orða dofnað,
en í öndverðu voru þau skilin bókstaflega: þegar æðið,
berserksgangurinn, kom á þessa menn, færðust þeir í dýrs-
ham, og gefur sögnin um Böðvar Bjarka, sem barðist í bjarnar-
ham, meðan hinn mennski líkami hans lá í dái, rétta hug-
mynd um forntrúna. — Með keltneskum þjóðum voru til marg-
ar sögur um slík hamskipti, en það er eftirtektarvert, að þar
ber mikið á, að úlfseðlið sé skoðað sem ósköp eða álög, lögð
á af einhverjum óvini, t. d. vondri konu. Á Norðurlöndum
virðist trúin í fornöld hafa verið öðruvísi, þar var hamremmin
meðfædd og ef til vill frekar kostur en ókostur, svo sem sjá
má af því, að meðal beztu kappa Haralds konungs hár-
fagra eru úlfheðnar. Þessi skoðun hlaut að breytast, eftir
því sem kristnin efldist í hugum manna, en er þó furðu
ljós í fornsögunum. En sumstaðar, einkum í ýkjusögun-
um, kemur fram hin skoðunin, að úlfshamurinn og úlfs-
náttúran séu álög. Hér er nú sjálfsagt að ræða um ein-
hver áhrif frá hinum alþjóðlegu sagnafjársjóðum miðald-
1) Campbell: Popular Tales o! the West Highlands II., (1860),
328-9.