Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 227
'Skírnir] Svar til sira Tryggva Þórhallssonar. 221
Hvammskirknanna, vegna þess flosalega brags, sem er um þetta
efni á öllu handritinu, svo og vegna þess ósamræmis, sem er um
helgun Akra-kirkju, og hefi ég ekki hikað við að trúa máldaganum
frá 1382 frekar um hana, og tel ég það málum blandað, að hún
hafi verið Jóns kirkja biskups.
Helgun Beruneskirkju er af mér rétt talin eftir máldögum, en
höf. átelur að ég geti þess ekki, að Guðmundarsaga nefni hana
Péturskirkju. Nú er ég ekki í neinum vafa um það, að ef sögu og
skjali ber á milli, skuli trúa skjalinu, og var því óþarft að geta
Guðmundarsögu í þessu sambandi. Það er fullkomlega rangt hjá
höf., að sagan gefi minnsta tilefni til þess að halda að kirkjan hafi
verið helguð báðum, Mariu og Pétri. Þá gæti hún eins verið helguð
Ólafi, Hallvarði og Magnúsi, sem nefndir eru í samhengi við hina
dýrlingana, en engum getur dottið það i hug.
Að þvi er til Dals í Blönduhlíð kemur, er það mikið rétt hjá
höf., að nafnið Cecelíudalur gæti bent til þess, að bænhúsið þar
hefði verið helgað þeim dýrlingi. Það þarf þó engan veginn að
vera; nafnið gæti líka verið dregið af altari eða helgri mynd, og
er nú ómögulegt að skera úr því. Höf. kvartar undan því, að þessa
sé ekki getið, og er einkennilegt að vita til þess, að honum skuli
ekki vera það ljóst eftir að liafa samið þennan »ritdóm«, að skráin
er og á að vera um þær helganir kirkna, sem kunnar eru að fullu,
en ekki um getgátur mínar í því efni, og þvi sizt um getgátur hans.
Höf. þykir mikið fyrir því, að ég skuli ekki hafa farið eftir
Kjalnesingasögu um helgun kirkju á Esjubergi. Sú heimild er, eins
og síra Tryggvi játar, »ekki talin sérlega áreiðanleg«, og er það þó,
eins og höf. einhversstaðar orðar það, »með vægum orðum sagt
undarlega að orði komizt«, því að Kjalnesinga saga er hrein og
bein »lygisaga« (Grundriss II, 1., 138). Höf. segir sérstaklega: »Er
engin ástæða til að rengja frásögnina um járnklukkuna Patreks-
naut«, og sannar hann með því eina ferðina enn, að hann hefir ekki
lesið rit það, sem hann er að »ritdæma«, því að sú frásaga er
einmitt sannanlega röng, og er gerð nákvæmlega grein fyrir því á
bls. 139—140 í hinu »dæmda« riti. Sögunni er hvorki trúandi um
þetta né neitt annað, nema þar sem Landnáma styður liana, og
má síra Tryggvi vitna eins mikið i Kjalnesingasögu eins og hann
vill min vegna, ég geri það ekki.
Höf. játar, að ég fari rétt með máldaga um helgun Haukadals
kirkju, en vísar um nafndýrlinginn í sögu Árna biskups, þar sem
Klængi biskupi eru lögð þau orð í munn, að hún sé helguð Martinó.
»En Klængi mundi vera betur um þetta kunnugt en höf.«, bætir
síra Tr. við. Það er að vísu satt, ef hægt væri að hafa tal af hon-
um. En það er ekki kunnugt, að saga Staða-Árna sé eftir Klæng
biskup, sem andaðist 122 árum fyrir andlát Árna. Það er svo sem ekki