Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 134
128
Kennslan í lærða skólanum.
[Skirnir
skóla er fyrst og fremst sá, að nota hana sem uppeldis-
tæki á þessu sviði. Þeir, sem halda því fram, að skólapiit-
ar eigi að lesa latnesk rit á frummálinu til þess sérstak-
lega að auðga anda sinn að einhverri »bókmenntafræði«,
þeir vita ekki um hvað þeir eru að tala.
Halldór Kr. Fridriksson tók við kennslu í íslenzku og
þýzku hjá okkur, þegar við settumst í 3. bekk haustið 1893.
Þá höfðum við notið kennslu í báðum þessum greinum í
tvö ár. Þorv. Thoroddsen hafði kennt okkur þýzku i 1.
bekk og var hann hinn skemmtilegasti kennari. En kennsla
sú, sem við nutum í islenzku í 1. og 2. bekk og í þýzku í 2.
bekk, hefir liðið mér svo gersamlega úr minni, að ég man
ekki eftir nokkru einasta atviki eða atriði úr henni. í skóla-
skýrslu frá þeim árum sé ég, að í 1. bekk hef ég lesið
málmyndalýsingu Wimmers og gert stíla, og í 2. bekk hef
ég endurlesið þessa sömu málmyndalýsingu og gert stíla.
Kennarinn var ágætis maður og prýðilegasti borgari síns
bæjarfélags, en ég held að meiri árangur hefði orðið af
æfistarfi hans, ef hann hefði stundað eitthvað annað en
kennslu.
Umskiftin urðu stórkostleg, þegar H. Kr. Fr. tók við
kennslunni í þessum greinum. Mér verður alla æfi minnis-
stæð fyrsta kennslustund mín hjá honum í íslenzku. Við
byrjuðum að lesa Njálu, 1. kapítula, og ég kom upp. I
minn hlut kom m. a. Iýsingin á Hrúti Herjólfssyni:
»Hrútr var vænn maðr, mikill ok sterkr, vigr vel
ok hógværr í skapi, manna vitrastr, hagráðr við vini
sína, enn tillagagóðr hinna stærri mála.«
Kennarinn lét mig útlista merkingu hvers orðs, eins
og hann væri að kenna erlent tungumál. Komst ég klak-
laust fram úr þessu, þar til ég átti að gera grein fyrir
merkingu orðsins »vígr«. Hraustur, vopnfimur og eitthvað
þvilíkt mun ég hafa látið uppi, en ekkert nægði. »Já, en
hvað þýðir það eiginlega« eða »hver er upprunalega merk-
ingin« sagði kennarinn í hvert sinn, sem ég hafði getið
upp á einhverju, sem ekki var beinlínis rangí, en honum
þótti ófullnægjandi. Þetta endaði með jiví að ég gafst upp-