Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 131
Skírnir]
Kennslan í lærða skólanum.
125
á árgöngum eða »bekkjum« skólans, og er mér ekki alveg
grunlaust um, að dómur nemenda um kennara sína mótist
stundum eitthvað ofurlítið af þeim bekkjarbrag, sem nem-
andi og kennarar hans hafa átt við að búa. En ég álít, að
hver kennari látinn eigi rétt til að njóta dóms eftir fram-
komu sinni í höp góðra nemenda. Nú er mér auðvitað
með öllu ókunnugt um bekkjarbrag í hópi Finns Jónsson-
ar, sem lauk stúdentsprófi ári eftir að ég fæddist, en um
sambekkinga mína veit ég það, að yfirleitt var ekki leiðin-
legt að kenna okkur. Lengstum vorum við 18 í bekknum,
og meðal þeirra bæði ýmsir góðir námsmenn í öllum grein-
um jafnt og menn með framúrskarandi sérhæfileika á ein-
stökum sviðum, svo sem stærðfræðingurinn Ólafur D. Daní-
elsson og Ijóðskáldið Guðm. Guðmundsson. Bekkjarbragur-
inn mótaðist þó öðru fremur af hæfilegu jafnvægi milli
áhrifanna frá fullorðnum, andlega þroskuðum og prýðilega
greindum forustumönnum annars vegar, og var þeirra fremst-
ur Sigurjón Jónsson, nú héraðslæknir í Svarfaðardal, lengst-
um »dúx« okkar, og frá fjörugum Reykjavíkurstrákum hins
vegar. Var Jóhannes Jóhannesson tilþrifamestur í öllum
spekálum, fjörugur piltur og greindur vel, orðinn læknir í
Seattle á Kyrrahafsströnd, síðast þegar ég vissi, eftir að
hafa átt heimilisfang víðsvegar um Norður- og Suður-
Ameríku í mörg ár og á vígstöðvunum í Frakklandi síðari
styrjaldarárin. Um sjálfan mig þarf ég í þessu sambandi
aðeins að geta þess, að ég var mjög síðþroska að öllu
öðru en námsgáfum, og ég held að ég hafi ekki byrjað að
taka andlegri þroskun fyrr en í 4. bekk.
Dómur Finns Jónssonar um Jón Þorkelsson rektor er
nú sá, að hann »var í rauninni ákaflega leiðinlegur kenn-
ari, þur og þybbinn«. Viðurkennir þó að undirstöðukennsla
hans í málmyndun (í 2. bekk) hafi verið »traust«. Nú skal
ég kannast við það, að sá orðrómur lá á kennslu rektors
fyrstu skólaár mín, að hún væri »þur«, en allir viður-
kenndu að hann kenndi vel og að mikið mætti læra hjá
honum. Honum var einnig viðbrugðið fyrir það, að hann
gæfi lága vitnisburði, einkum í latneskum stíl.