Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 125
Skírnir] Keltnesk áhrif á íslenzkar ýkjusögur. 119
anna, en þar var nóg frá verúlfum að segja, og virðist efnið
•oft sótt til keltneskra þjóða (t. d. Bisclaret eftir Marie de
France).1) En mjög þætti mér líklegt, að hér væri um tvær
kvíslir að ræða; hefði önnur komizt til íslands á land-
námsöld, en hin með frönsku rómantíkinni á 13. öld.
Úlfhams rímur (frá um 1400) væru ekki óþesslegar, að
þær væru komnar af keltneskum sögnum; sama máli
gegnir um verúlfinn i Ála flekks sögu2). Það er heldur
«kki óhugsandi um þá Sinfjötla og Sigmund, eins og Völs-
unga saga segir frá þvi, þegar þeir voru í úlfshömunum.3 4)
Um sögu og rímur af Jóni leiksvein (líka frá því um 1400)
er allt vafasamara, með því að efnið, sem er einkennilegt
ævintýri, er til í latínuritum miðaldanna; það er annars
lika til í persneskum sögum, en þar vantar reyndar verúlf-
inn.1) Ef þessi skoðun væri rétt, að innlendar verúlfasagnir
■af vestrænum uppruna hafi verið hér til þegar riddarasög-
urnar bárust hingað, þá hafa þær þó verið eins og neðan-
jarðar á, og það er vinsældum þessa efnis í erlendum
miðaldaritum að þakka, að þær hafa nokkurntíma komið
í dagsljósið.
í Ála flekks sögu, sem oft hefir verið minnzt á hér
á undan og talin er rituð laust fyrir 1400, kemur fyrir ein-
kennilegt atriði. Hetjuna, Ála, dreymir, að til sín komi
Nótt tröllkona »ok barði mik með járnsvipu bæði hart ok
tíðum .... ok lagði hon þat á mik, at þessi sár skyldi
aldrei gróa fyrr en bræðr hennar græddi mik, ok í þeim
sárum skylda ek liggja tíu vetr, ok ef ek yrða þá eigi
græddr, þá skylda ek andast ór þeim sárum. Er ek nú
svá stirðr ok lerkaðr, at ek má heðan hvergi ganga«.
Þótt ekki alveg ósvipað þessu komi fyrir í norrænum
sögum, svo sem þegar Þorbjörg kolbrún gerir Þormóði
1) Strengleikar (Kria 1850), bls. 30.
2) Lagerholm s. st. bls. LXIII.
3) Helgakviða Hund. I., 36. v. bendir á, að gamlar sögur hafi
verið um þetta, en að þær hafi verið eins og Völsunga segir frá,
er ósannað mál.
4) Publications of the Mod. Lang. Ass. 1928, 397 o. áfr.