Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 145
Skirnir] Elzta guðspjallið. 139‘
og írásögn Péturs um þá hefir hann greypt fastast í minni.
af öllu því, »sem Jesús hafði sagt eða gert«.
* * *
Allt efni guðspjallsins og bygging er i samhljóðan vifr
það, er nú hefir verið sagt um Markús sem höfund þess.
Orð Jóhannesar safnaðaröldungs, sem Papias tilfærir,.
að Markús hafi ekki ritað með nákvæmni í röð, eru rétt
að því leyti, að það er fjarri því, að guðspjallið sé æfi-
saga Jesú. Á æsku hans og uppvaxtarár og þroskaár er
ekki minnzt einu orði. Og allsherjar starfi hans er engan
veginn lýst allsstaðar í réttri tímaröð. Það er jafnvel ókleift
af frásögninni að gera sér ákveðna hugmynd um, hve lengi
það hafi varað, nema það hafi trauðla verið skemur en á
annað ár. Og ótal mörgu öðru, sem sagnfræðingar myndi
vilja fá að vita, er látið ósvarað.
En hvað sem þessu líður, þá er guðspjallið ein fögur
óslitin heild, mótuð af einfaldri og hreinni snild þess rnanns,
er lýsir því, sem honum er heilagt og hann gagntekinn af.
Fyrst er brugðið upp mynd Jóhannesar skírara og af
komu Jesú til skirnar hans. Jafnframt er snortinn sá streng-
ur, sem síðan ómar eins og hinn mikli frumtónn guðspjalls-
ins: »Þú ert elskaði sonurinn minn, á þér hefi ég vel-
þóknun«. Þegar sól fyrirrennarans er hnigin til viðar, hefur
Jesús starf sitt í Galíleu. Hann boðar komu Guðsríkis með
tvennu: orðum sínum og kraftaverkum mönnunum til
lausnar undan böli. Báðum þessum þáttum í starfi Jesú er
lýst með fáum orðum í upphafi guðspjallsins. En brátt
dregur upp dimm ský og er viðburðunum raðað þannig
saman, að hatur andstæðinga Jesú sést vaxa stig af stigi.
Og á heimili Jesú hjá ástvinum hans og í ættborg hans
brestur einnig skilninginn á starfi hans. Þó brjótast geisl-
ar i gegnum sortann. Jesús velur sér lærisveina. Þeir,
sem gera vilja Guðs, eru bræður hans og systur og móðir.
Því næst reynir Markús að halda frásögninni í réttri tíma-
röð, en raðar að vísu enn saman skyldum orðum Jesú
eins og þau væru töluð í sama skipti, t. d. dæmisögum