Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 143
Skírnir]
Elzta guðspjallið.
137
Seinna getur það trauðla v^erið ritað, því að þar má hvergi
finna eins og í hinum samstofna guðspjöllunum, Matteusar
guðspjalli og Lúkasar guðspjalli, nokkurn minnsta vott þess,
að Jerúsalem sé fallin.
Hið sama má einnig ráða af nákvæmum samanburði
á Markúsar guðspjalli við hin guðspjöllin þrjú, þvi að þann
veg verða leidd rök að því, að það sé eizt þeirra, en
Matteusar guðspjall er vísast samið skömmu eftir 70.
Aldursmunurinn á Markúsar guðspjalli og Jóhannesar
guðspjalli er þegar auðsær. Hin lifandi frásögn um Jesú i
hugum manna og á tungu hefir þróazt lengur og mótazt,
þegar Jóhannesar guðspjall er fært i letur. Ár, jafnvel ára-
tugir, eru liðnir í milli. Öðru máli er að gegna um Mark-
úsar guðspjall og hin tvö guðspjöllin. Þar virðist mótun
frásöguefnisins komið svipað áleiðis, en ástæðan til þess,
að þau eru öll réttnefnd samstofna guðspjöll, mun þó vera
sú, að Markúsar guðspjall sé aðalheimildin, sem hin hafi
tekið upp. Það sést bezt á því, að 10/n hlutar af efni þess
eru í hinum báðum eða öðru hvoru þeirra, og mjög víða
notuð söniu orð og setningaskipun. Þau eru stöðugt í sam-
hljóðan við Markúsar guðspjall, annaðhvort eða bæði, en
hitt kemur aldrei fyrir að kalla, að þau standi saman um
eitthvert atriði gegn frásögn Markúsar guðspjalls. Frásagna-
þráður þess er bersýnilega hafður að uppistöðu í báðum,
því að þar sem Matteusar guðspjall víkur frá honum, fylgir
Lúkasar guðspjall honum, og gagnkvæmt. Loks er orðalag
þess næst talmáli og frumlegast. Að vísu hefir verið komið
weð þá mótbáru gegn því, að Markúsar guðspjall sé elzt,
að ýmsar frásögur þess séu miklu styttri í hinum guð-
spjöllunum, en sú skýring er fullnægjandi á því, að höf-
undar Matt. og Lúk. hafa talið þörf á að draga frásögnina
saman sumstaðar til þess að bókrolla guðspjalls þeirra yrði
«kki fram úr hófi löng. Tilgátan um Frum-Markús, eða
styttra Markúsar guðspjall í upphafi en vér nú höfum, er
öþörf i sambandi við það.
En þótt Markúsar guðspjall sé elzta guðspjallið, þá er
ekki þar með sagt, að það sé hið fyrsta, er fært hafi verið