Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 76
70
Um skordýrin og breytingar þeirra.
[Skírnir
þegar dýrið flýgur ekki (bjöllur). Tvívængjurnar (flugur og
mýflugur) vantar afturvængina. Þeir eru orðnir að kylfu-
mynduðum liffærum, alsettum skynjunarsellum. Skordýr
þau, sem fyrst komu fram í jarðsögunni, hafa sjálfsagt ver-
ið vængjalaus, og frumlegustu skordýrin, sem nú lifa, hafa
enga vængi. Á hinn bóginn eru einnig til vængjalaus skor-
dýr, sem hafa átt vængjaða forfeður, t. d. lýs og flær.
1. mynd. Yfirlit yfir líffæragerð skordýranna. Neðan á
höfðinu er munnurinn (m), frá munnholunni liggur vél-
indið (s) niður i sarpinn (k). Munnhola, vé]indi og sarp-
ur nefnast einu nafni forgirni. f munnholuna opnast
(vanalega) munnvatnskirtlar (sp). Aftan við sarpinn tek-
ur maginn (miðgirnið) við, og loks er afturgirnið (e)
með endaþarminum aftast. Aftast i það, sem hér er
nefnt magi, opnast nokkrar pípur (u). Það eru nýrun
(af þeim sjást tvö á myndinni). Fyrir ofan þarmana sézt
hjartað (h), en fyrir neðan þá er taugakerfið (n er eitt
af taugahnoðum jiess), nema heilinn (c), sem er í Iiöfð-
inu ofan til við vélindið. Fremsti liðurinn (til vinstri
handar á myndinni) er höfuðið, en aftan við það er
frambolurinn með þrem liðum. Neðan á þeim sjást
upptök fótanna (1, 2 og 3 á myndinni), Loks er aftur-
bolurinn með níu liðum. (B. Sæm.: Dýrafræði.)
Vængina hafa þau misst af því að þau hafa breytt lifn-
aðarháttum. Vængirnir eru þeim ekki lengur nauðsynlegir.
Á afturbolnum eru engir útlimir. Nokkur hinna frum-
legustu skordýra hafa þó vísi að fótum, sem greinilega
sönnun þess, að forfeður skordýranna hafa haft fættan hala.
Þó eru ýmsar myndanir á afturbol skordýranna, t. d. tálkn,
sem margar lirfur hafa, oft taldar ummyndaðir fætur. Aftur-
bolurinn er eins og frambolurinn gerður úr liðum, þeir eru
í mesta lagi tólf, en vanalega færri. Öftustu liðirnir eru oft