Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 200
194
Um lok þrældóms á Islandi.
[Skirnir
um þar vestur frá. Hefur því þrælahaldið borgað sig bet'
ur fyrst í stað, heldur en að kaupa vinnu frjálsra manna,
enda að líkindum verið fátt um frjálsa menn, sem vildu
gerast húskarlar.
Það er ekki tilgangurinn, að lýsa hér þrælahaldi á ÍS'
landi í fornöld. Hér verður aðeins farið nokkrum orðum
um það atriði, hvers vegna ánauð hvarf svo fljótt úr sög-
unni hér á landi.
Það er upphaf alls þrældóms, að frjálsir menn eru
teknir með valdi, venjulegast herteknir, og síðan læstir í
ánauð. Mikill fjöldi landnámsmanna hefir vafalaust náð
eignarhaldi á þrælum sínum á þann hátt. En eftir land-
námstíð virðast íslendingar aldrei hafa aflað sér þræla með
mannránum. Það virðast meira að segja hafa verið mjög
fátítt, að útlendir þræiar flyttust til landsins á söguöld, en
þó má nefna þess nokkur dæmi, t. d. er Höskuldur keypti
Meikorku (Laxd. 13), er Hallbjörn hvíti flutti Melkólf þræl
til íslands (Nj. 47), eða er Ásgautur þræll »kom út« með
Þórði godda (Laxd. 11). Hins vegar er þess ekki getið, að
þeir íslendingar, sem lögðust í víking á söguöldinni (t. d.
Egill Skallagrímsson, Gunnar á Hlíðarenda, Björn Hítdæla-
kappi) hafi flutt þræla út með sér, og hvergi verður þess
vart í sögum, að íslenzkir eða útlendir farmenn hafi haft
þá vöru á boðstólum hér á landi. Af því verður sú
ein ályktun dregin, að hér hafi ekki verið markaður fyrir
þræla.
Þrælaliðið á íslandi í fornöld hefir því aðallega verið
afspringur landnámsþrælanna. Að vísu má benda á tvo staði
i Grágás, þar sem þrælkun er lögð sem refsing við afbrot-
um. í Grágás I. b. 165 er það ákvæði, að ef maður missir
fjár síns, 2 aura eða meira á tólf mánuðum, og hafi sami
maður stolið, þá má stefna þjófnum til þrældóms og láta
dæma hann sem þræll væri faðir hans, en ambátt móðir.
Hitt ákvæðið er í Grágás II. 194, og er þess efnis, að ef
sá, sem skuldarmaður er orðinn vegna þess, að hann hefir
orðið legorðssekur og eigi goldið sektarféð, getur enn laun-
barn, þá verður hann þræll þess, er féð átti að honum.