Skírnir - 01.01.1932, Blaðsíða 226
220 Svar til síra Tryggva Þórhallssonar. [Skírnir
að tvisvar hafi verið gerð »tilraun til að búa til yfirlit yfir helgun«
kirkna, talið sjálfsagt að það væru fullkomnar skrár, en ekkert at-
hugað það, og er þó vísað til þessara tilrauna neðanmáls. Hefði
það átt að ýta undir hann að athuga »skrárnar« betur, að hann
gat neðanmáls séð að önnur var ekki nema 2 blaðsíður. En þetta
eru alls engar skrár. Faðir minn sálugi getur þess í riti sínu
»Digtningen paa Island« við hvert helgikvæði, hverjar kirkjur hann
þekki, sem þeim dýrlingi hafi verið helgaðar. Þá var hann enn ekki
farinn að fást við Fornbréfasafnið, og hefir því síðar vitað miklu
meira um þetta, en dýrðlingakvæðin hafa auðvifað ráðið því, hvaða
helganir eru nefndar. Hin »skráin« er skrá yfir dýrlinga þá, sem
kirkjur eru helgaðar, svo og tölu þeirra kirkna, sem hverjum eru
helgaðar, eins og skráin á bls. 56—58 í riti mínu, en annað ekki.
Höf. segist hafa ætlað að nota skrá mína »vegna athugunar á
skyldu efni, en hafði ekki það gagn af, sem ég vildi«. Þessu trúi
ég mæta vel, því að skráin er gerð og ætiuð til þeirra nota einna,.
sem getur á bls. 28 — 29 í ríti mínu, en ekki til neins annars, og er
því ekki annað af henni heimtandi. Höf. staðhæfir það í 4. línu
greinar sinnar að fullgengið sé frá kirknaskrá minni »þó að ritgerðin
sé ekki komin út öll«. Þegar höf. var að láta prenta grein sína, var
nýbúið að ljúka prentun á riti mínu og verið að hefta það.
Og á síðasta blaði þess eru lagfæringar og viðaukar nokkrir við
þessa skrá. Úr því að hann var búinn að þrauka með »ritdóm-
inn« í 10 ár, hefði hann mátt bíða nokkrar vikur enn.
Við sjálfa skrána gerir höf. 68 »Ieiðréttandi« athugasemdir.
Eru 8 af þeim umbótum þegar gerðar í sjálfu ritinu. Aðeins einar
13 af þessum sæg eru réttmætar leiðréttingar, og er ég höf. þakk-
látur fyrir þær og hverjum manni öðrum, sem umbætt getur. A 7
stöðum leiðréttir höf. þó aðeins prentvillur og verkrænar villur, — að
nafn hafi fallið úr eða tala skjöplast —, og er ég prestinum líka
þakklátur fyrir að hann stökkur vígðu vatni á prentvillupúkann og
les yfir honum eitthvað gott, en það verður tæplega talið fræðilegt
afrek. Því verður og ekki neitað, að vanhöldin eru þarna nokkuð
mikil hjá höf., þegar svona mikið er borizt á.
Um Akra í Blönduhlíð segir höf. að ég geti ekki, en það er
rangt. Ég get þess, að sú kirkja hafi verið helguð Pétri postula. Hann
telur mig og hafa vanrækt að geta þess, að hún væri talin helguð
Jóni biskupi Ögmundssyni á einum stað. Er heimild hans fyrir þessu
visitatíugerð Jóns biskups Vilhjálmssonar. Nú eru 7 aðrar kirkjur
(nr. 7, 20, 24, 32, 38, 66 í grein hans), sem hann telur mig fella
niður með óréttu, og hefir hann sömu heimild fyrir þeim. Þess er
ekki að dyljast, að það er af ásettu ráði mínu gert, að ég hefi yfir-
höfuð ekki notað þessa heimild, nema ég fengi hana staðfesta ineð
öðrum hætti, en það er vegna þess ruglings, sem þarna er á helgun